Fótbolti

Theodór Elmar styrkti Elazığspor um níu milljónir eftir jarðskjálfta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elmar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu.
Elmar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Knattspyrnumaðurinn Theodór Elmar Bjarnason hefur styrkt sína fyrrum vinnuveitanda í Elazığspor um níu milljónir króna vegna jarðskjálfta sem reið yfir héraðið seint í síðasta mánuði.

Jarðskjálfti leit dagsins ljós í Elazığspor þann 24. janúar og á fjórða tug dóu vegna þeirra. Íslendingavaktin greinir fyrst frá hér á landi að Elmar hafi styrkt félagið um 63 þúsund evrur eða rúmlega 9 milljónir króna.

Elmar lék með liðinu frá 2017 til 2018 en alls lék hann 39 leiki með liðinu. Liðið hóf núverandi leiktíð í C-deild en dró sig úr keppni. Jarðskjálftarnir höfðu mikil áhrif á svæðið og meðal annars þar sem liðið hafði æfingaaðstöðu sína.







Forseti félagsins sendi Elmari kveðju á heimasíðu félagsins í gær en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir aðdáun sinni á gjörðum Elmars á samfélagsmiðlum.

Elmar leikur nú með Akhisarspor í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×