Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. mars 2021 20:00 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamálaráðherra, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segja bjartara yfir sumrinu í ferðaþjónustu eftir tíðindi dagsins. Vísir Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi. Dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra tilkynntu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að í vikunni yrðu tekin gild bólusettningar-eða mótefnavottorð frá farþegum ríkja utan Schengen, eins og frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eykur mjög svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig gagnvart fólki sem hefur örugg vottorð, þannig að þetta eru mjög góðar fréttir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Ferðamenn þurfa þó að hafa verið bólusettir með bóluefnum sem eru viðurkennd hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Rússneska bóluefnið Spútnik hefur enn ekki fengið viðurkenningu. „Það er verið að fara yfir Spútnik hjá stofnuninni og ef og þegar það verður samþykkt fær fólk sem hefur verið bólusett með því sömu afgreiðslu og aðrir,“ segir Þórdís. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um sex prósent við tíðindi dagsins en árið 2019 mátti rekja 41% allra gistinátta á hótelum hér á landi til bandarískra og breskra ferðamanna. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er ánægður með aðgerðirnar. „Þetta eru afar jákvæð tíðindi. Við höfum verið með mjög metnaðarfullar áætlanir fyrir sumarið í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum og þetta eykur vonir um að þær gangi eftir. Við erum búin að vera í markaðsetningu og söluaðgerðum í Bretlandi og Bandaríkjunum því þetta eru stærstu og mikilvægustu markaðir okkar og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði,“ segir Bogi. Hann segir ferðahug í fólki. „Við höfum skynjað mikinn ferðavilja hjá fólki ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum og mikinn áhuga á landinu,“ segir Bogi. Milljón horft á kynningu á Íslandi Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu þar segir að eftir tíðindi dagsins hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað,“ segir Sigríður. Hún segir að ákvörðun stjórnvalda hafi þegar verið kynnt erlendum ferðaheildsölum sem séu gríðarlega ánægðir því Ísland sé eftirsóknarverður áfangastaður. Þá hafi almannatengslaskrifstofur sem Íslandsstofa vinnur með í Bretlandi og Bandaríkjunum verið látnar vita. Sigríður býst þó ekki við mikilli fjölgun ferðamanna fyrr en í maí. „Í Bretlandi ráðleggja stjórnvöld Bretum að byrja ekki að ferðast fyrr en 17. maí þannig að þetta hefur ekki áhrif strax en mun hafa mjög góð áhrif á ferðamannasumarið,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra tilkynntu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að í vikunni yrðu tekin gild bólusettningar-eða mótefnavottorð frá farþegum ríkja utan Schengen, eins og frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eykur mjög svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig gagnvart fólki sem hefur örugg vottorð, þannig að þetta eru mjög góðar fréttir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Ferðamenn þurfa þó að hafa verið bólusettir með bóluefnum sem eru viðurkennd hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Rússneska bóluefnið Spútnik hefur enn ekki fengið viðurkenningu. „Það er verið að fara yfir Spútnik hjá stofnuninni og ef og þegar það verður samþykkt fær fólk sem hefur verið bólusett með því sömu afgreiðslu og aðrir,“ segir Þórdís. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um sex prósent við tíðindi dagsins en árið 2019 mátti rekja 41% allra gistinátta á hótelum hér á landi til bandarískra og breskra ferðamanna. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er ánægður með aðgerðirnar. „Þetta eru afar jákvæð tíðindi. Við höfum verið með mjög metnaðarfullar áætlanir fyrir sumarið í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum og þetta eykur vonir um að þær gangi eftir. Við erum búin að vera í markaðsetningu og söluaðgerðum í Bretlandi og Bandaríkjunum því þetta eru stærstu og mikilvægustu markaðir okkar og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði,“ segir Bogi. Hann segir ferðahug í fólki. „Við höfum skynjað mikinn ferðavilja hjá fólki ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum og mikinn áhuga á landinu,“ segir Bogi. Milljón horft á kynningu á Íslandi Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu þar segir að eftir tíðindi dagsins hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað,“ segir Sigríður. Hún segir að ákvörðun stjórnvalda hafi þegar verið kynnt erlendum ferðaheildsölum sem séu gríðarlega ánægðir því Ísland sé eftirsóknarverður áfangastaður. Þá hafi almannatengslaskrifstofur sem Íslandsstofa vinnur með í Bretlandi og Bandaríkjunum verið látnar vita. Sigríður býst þó ekki við mikilli fjölgun ferðamanna fyrr en í maí. „Í Bretlandi ráðleggja stjórnvöld Bretum að byrja ekki að ferðast fyrr en 17. maí þannig að þetta hefur ekki áhrif strax en mun hafa mjög góð áhrif á ferðamannasumarið,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49
Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36