Sport

Ó­á­nægja með ráðningu Neville vegna kvenfyrirlitningar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stuðningsmenn Portland Timbers eru óánægðir með ráðningu Phil Neville
Stuðningsmenn Portland Timbers eru óánægðir með ráðningu Phil Neville

Phil Neville var á dögunum ráðinn þjálfari Portland Timbers í MLS deildinni í knattspyrnu í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn liðsins hafa nú stigið fram og lýst yfir óánægju með ráðninguna vegna gamallra ummæla Neville í garð kvenna. 

Neville hefur áður komist í klandur fyrir orð sem hann lét falla á Twitter síðu sinni árið 2011, þar sem hann bauð eingöngu karlmönnum góðan dag vegna þess að konurnar væru „uppteknar við morgunmatargerð / barnapössum“. Hann baðst afsökunar á ummælunum þegar hann var ráðinn sem þjálfari enska kvennalandsliðsins árið 2019. 

Neville sagði af störfum sem þjálfari Inter Miami síðastliðinn júní, hann stoppaði stutt sem aðstoðarþjálfari kanadíska landsliðsins en var tilkynntur á mánudag sem þjálfari Portland Timbers til ársins 2026. 

Stuðningsmannasveit félagsins, Timbers Army, steig fram í kjölfar ráðningarinnar og lýsti yfir óánægju. Neville svaraði því á blaðamannafundi í dag. 

Hann sagði ummælin á engan endurspegla hugsunarhátt sinn, þau hafi verið röng árið 2011 og séu enn röng í dag, hann vilji kynnast stuðningsmönnum Portland Timbers og sannfæra þau um eigið ágæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×