Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Víkings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson situr fyrir svörum á blaðamannafundi Víkings í dag.
Arnar Gunnlaugsson situr fyrir svörum á blaðamannafundi Víkings í dag. vísir/anton

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu.

Fundurinn hófst klukkan 15:30 en upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Á fundinum sátu þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, og fyrirliðinn Nikolaj Hansen.

Klippa: Blaðamannafundur Víkings

Víkingur er með sjö stig í 14. sæti Sambandsdeildarinnar, jafn mörg og Djurgården. Efstu átta liðin komast beint í sextán liða úrslit keppninnar en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta úr leik.

Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×