Fótbolti

Sektin hans Messi er leyndar­mál

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi missir ekki af neinum leik með Inter Miami vegna málsins.
Lionel Messi missir ekki af neinum leik með Inter Miami vegna málsins. Getty Images/AFP/Leonardo Fernandez

Lionel Messi var sektaður fyrir að taka í hálsinn á aðstoðarþjálfara New York City en sleppur við leikbann.

Messi og Mehdi Ballounchy úr þjálfarateymi New York City lenti eitthvað saman eftir 2-2 jafntefli Inter Miami og New York á dögunum en þetta var fyrsti leikur MLS-tímabilsins.

Atvikið varð eftir að lokaflautið gall.

Messi var ekki sá eini sem fékk sekt því vinur hans og liðsfélagi Luis Suarez var einnig sektaður. Suarez greip þó um háls leikmanns New York og það í hálfleik.

Athygli vekur þó að sektin hans Messi virðist vera leyndarmál því upphæðin var ekki gefin upp hjá bandarísku MLS-deildinni.

Messi var þarna nýbúinn að leggja upp jöfnunarmark Inter Miami og eftir leikinn sagði Ballounchy eitthvað við hann.

Messi tók tvisvar í hálsinn á Ballounchy áður en hann gekk loksins í burtu.

Það má velta fyrir sér af hverju upphæðin er ekki gefin upp og auðveldasta niðurstaðan er að upphæðin sé bara einhverjir smáaurar.

Það er þekkt bæði í NBA og NFL deildunum að allar peningasektir leikmanna eru gefnar upp. Þar fá menn líka sektir sem bíta.  Atvikið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×