„Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Hinrik Wöhler skrifar 27. febrúar 2025 20:30 Lena Margrét Valdimarsdóttir brýtur sér leið í gegnum vörn Vals. Vísir/Vilhelm Framarar sigruðu Val í spennuþrungnum undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld og leika til úrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á laugardaginn. Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum. Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum.
Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira