Fleiri fréttir

Höfundur Ísfólksins er látinn

Margit Sandemo er þekktust fyrir bækur sínar um Ísfólkið sem nutu mikilla vinsælda, meðal annars hér á Íslandi á níunda áratugnum.

Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla

Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa hluta af afla upp sem ís. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Leita vitna að morðinu á Kim

Kim Jong-nam lést í febrúar mánuði 2017 á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpur, höfuðborg Malasíu. Við rannsókn málsins fundust leifar af taugaeitrinu VX á andliti Kim.

Piparúði dreifðist um fyrsta farrými

Flugstjóri vélar Hawaiian Airlines á leið frá Oakland í Kalíforníu til eyjarinnar Maui, þeirri næst stærstu í Hawaii eyjaklasanum, lýsti yfir neyðarástandi í dag þegar að piparúði dreifðist um fyrsta farrými vélarinnar.

Ljósanótt aldrei tilkomumeiri

Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur aldrei verið eins tilkomumikil og nú segir menningarfulltrúi bæjarins. Yfir hundrað viðburðir séu í boði þar sem matur og menning eru í fyrirrúmi.

Safnað fyrir lækniskostnaði kisu

Ekki hefur verið unnt að ná þeim sem pyntaði kött í Hellisgerði í Hafnarfirði í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Hópur fólks hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar hans við Dýraspítalann í Garðabæ.

Bráðavaktarleikkona skotin til bana

Bandaríska leikkonan Vanessa Marquez, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Wendy Goldman í Bráðavaktinni, ER, var skotin til bana af lögreglu í Kaliforníuríki á fimmtudag.

Örlítið hægari taktur en í borginni

Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Ólafsson eru að flytja úr Reykjavík á Ísafjörð með konur og börn. Þar með snúa þeir í heimahagana aftur því þeir eru Vestfirðingar í grunninn.

Kína hafnar ásökunum um heilaþvott

Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum.

Staða Braga enn ekki auglýst

Óákveðið er hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Bragi Guðbrandsson sagði henni upp í júní. Bragi er á fullum launum í sérverkefnum og nefndarstörfum. Nefndarsetan er ólaunuð hjá SÞ.

Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar

Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir