Fleiri fréttir

Serbar gagnrýndir fyrir bókaútgáfu

Mannréttindasamtök gagnrýna útgáfu serbneska varnarmálaráðuneytisins á bókum stríðsglæpamanna og segja hana jafngilda opinberum stuðningi við gjörðir mannanna.

Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump

Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið.

Léttir börnum með krabbamein lífið

Dóttir Elínar Berglindar Skúladóttur greindist fjögurra ára gömul með bráðahvítblæði og lýkur meðferð 2020. Elín Berglind gefur út bók sem auðveldar börnum með krabbamein að skilja veruleika sinn.

Drífa segir stuð og baráttu fram undan

Ný forysta ASÍ var kjörin á þingi sambandsins í gær. Drífa Snædal sem var kjörin forseti segir verkefnin fram undan stór en spennandi. Vilhjálmur Birgisson var kjörinn 1. varaforseti.

Gripið í tómt í fjársjóðsskipinu

Advanced Marine Services segist engin verðmæti hafa fundið í flaki SS Minden sem liggur undan Íslandi. Umhverfisstofnun telur Landhelgisgæsluna hafa staðfest þetta en Gæslan kveðst ekkert geta fullyrt um það.

Óttast um líf sitt eftir morð Khashoggi

Tveir sádiarabískir stjórnarandstæðingar, sem eru á flótta utan heimalandsins, fordæma stjórnarhætti krónprinsins harðlega í viðtali við Fréttablaðið. Andstæðingar prinsins óttast um líf sitt eftir morðið á Jamal Khash­oggi.

Dómaramálið fær flýtimeðferð

Um er að ræða kæru fjögurra umsækjenda sem dómsmálaráðherra skipaði ekki í Landsrétt þótt þeir hefðu verið á fimmtán manna lista hæfisnefndar yfir umsækjendur.

Innblásinn af Áslaugu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sakar Þorstein Víglundsson um stuld á frumvarpi um stimpilgjöld. Hann bætir um betur og játar þjófnað á áfengisfrumvarpinu.

Þverpólitísk skilaboð um bólusetningar

22 þingmenn vilja að starfshópur skoði leiðir til að auka hlutfall bólusetninga barna. Sóttvarnalæknir segir framtakið jákvætt en að vinna sé þegar í gangi.

Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli

Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín.

Rannsaka dauðsföll í Yosemite garðinum

Yfirvöld í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum rannsaka nú tvö dauðsföll í Yosemite þjóðgarðinum. Maður og kona féll niður á miðvikudaginn af Taft Point sem er vinsæll útsýnisstaður.

Ekki láta klámáhorf afskiptalaust

Tæpur helmingur drengja í 8. til 10. bekk segist horfa á klám einu sinni í viku eða oftar en þeir eru að meðaltali ellefu ára þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti.

Viðtækt samstarf gegn kynlífsmansali

Samkvæmt lögreglunni eru 50 til 60 starfandi vændiskonur á hverju tímabili í Reykjavík og nýta þær sér hótel og gistiheimili undir starfsemi sína. Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar vill koma á samvinnu lögreglu, borgarinnar, hótela og gistihúsa til að reyna að sporna við vændi og kynlífsmansali í borginni.

Megyn Kelly snýr ekki aftur í morgunspjallþátt sinn

Morgunspjallþáttur Megyn Kelly "Megyn Kelly Today“ mun ekki fara aftur í loftið á NBC sjónvarpsstöðinni. Þetta kemur í kjölfar þess að hún sá ekkert rangt við það að fólk málaði á sig svokallað "blackface“.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Drífa Snædal, nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins, segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Rætt verður við Drífu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir