Fleiri fréttir

Ráðherra vill leyfa böll og bingó á helgidögum

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um breytingar á lögum um helgidagafrið. Bönn verða felld brott að undanskildu banni við því að trufla guðsþjónustu. Ráðherra segir þetta í samræmi við þróun samfélagsins.

Íslendingar vilja banna plastpoka

Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst.

Þau eru líklegust til að taka við af Merkel

Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins.

Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi

Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna.

Fer fram á breytingar á samgönguáætlun

Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður.

Hússjóður ÖBÍ lokar fyrir nýjar umsóknir í annað sinn á hálfri öld

Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins.

Lýðheilsa á uppleið en menntun hnignar

Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag.

Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair

Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins.

Vélin sem hrapaði var glæný

Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný.

Telur að afsláttur til Eyjamanna feli ekki í sér mismunun

Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf segir að ekki sé verið að mismuna fólki eftir búsetu með því að bjóða Vestmannaeyingum helmingsafslátt í Herjólf. Hann segir að verið sé að færa kerfið úr fyrirframgreiddum afsláttarkortum yfir í stakar ferðir.

Sjá næstu 50 fréttir