Fleiri fréttir

Kokkar biðja Arnarlax afsökunar

Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax.

Vara við sviptivindum í Öræfum

Ferðalöngum, til dæmis rjúpnaveiðimönnum, er bent á að fylgjast vel með veðurspá og viðvörunum vegna veðurs.

„Ánægja með verkefnið og ávinning landanna"

Íslendingar hafa leitt umfangsmikið samstarf um jarðhitarannsóknir í Austur-Afríku en verkefninu lauk formlega í lok síðasta árs. Utanríkisráðuneytið hélt í vikunni rýnifund um jarðhitaverkefnið.

Telja að tvífari Ross sé í London

Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool lýsti eftir honum og birti mynd úr öryggismyndavél.

Forsetahjónin seldu Neyðarkallinn

Herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón hófu árlegt söfnunarátak Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gær með því að setja af stað sölu á Neyðarkallinum í Kringlunni í Reykjavík.

Nýr ráðherra er afar umdeildur

Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn.

Merz líklegur arftaki Merkel

Angela Merkel, kanslari og núverandi formaður, hefur tilkynnt um að hún sækist hvorki eftir endurkjöri til formanns né kanslara.

Fyrsta aftakan með rafmagnsstól í fimm ár

Fangi, sem hafði varið dæmdur til dauða fyrir tvö morð, var tekinn af lífi með rafmagnsstól í Tennessee í gær, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði synjað beiðni um frestun.

Mæla ekki með ferðalögum um helgina

Ekki viðrar vel til ferðalaga um helgina, þá sérstaklega til fjalla. Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun fyrir laugardaginn sem gildir fram á hádegi á sunnudag.

Nærri 60 þúsund farist á flótta

Associated Press rannsakaði fjölda látinna flóttamanna og náði að nærri tvöfalda tölfræðina sem Sameinuðu þjóðirnar hafa birt. Flestir hafa farist á Miðjarðarhafi eða í Evrópu. Alls um 30 þúsund. 

Ekkert gengur hjá Macron

Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið.

Fagna stefnu ASÍ

Alþýðusambandið hefur lengi haft starfsgetumat á stefnuskrá sinni sem ÖBÍ hefur mótmælt.

Vara við of löngum dögum fyrir dómi

Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma.

Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi

Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 

Meðferð við legslímuflakki í augsýn

Rannsókn vísindamannanna, sem birt var í vísindaritinu Stem Cell Report í gær, sýnir fram á að hægt er að hagnýta fjölhæfar stofnfrumur til að koma í stað frumna í legi kvenna sem valda sjúkdóminum.

Sjá fyrir mikinn mengunardag

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs verður líklega töluverður á höfuðborgarsvæðinu í dag ef marka má tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær.

Erfitt fyrir slökkviliðsmenn að halda aftur af sér

Slökkviliðsstjóri segir að mikið álag hafi verið á slökkviliðsmönnum þegar ljóst var að ekki væri hægt að bjarga fólkinu sem var í húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi í gær.

Áttaði sig ekki á að henni hefði verið nauðgað

Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis

Sjá næstu 50 fréttir