Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Djúp lægð sem gekk yfir landið í dag setti samgöngur úr skorðum. Innanlandsflugi og nær öllu flugi um Keflavíkurflugvöll var aflýst.

Pútín heimsótti Sýrland og hitti Assad

Þetta er í annað skiptið sem forseti Rússlands heimsækir Sýrland þar sem rússneskir hermenn hafa tekið þátt í borgarastríðinu til að styðja Assad forseta frá árinu 2015.

Í gæsluvarðhald grunaður um hnífstunguárás

Karlmaður á miðjum aldri, sem var handtekinn í íbúð fjölbýlishúss í Garðabæ á laugardagskvöld eftir að tilkynning barst um alvarlega líkamsárás, var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. janúar

Ísland styður við aukið aðgengi að orku í Malaví

Stefnt er að því að veita 24 þúsund einstaklingum í Malaví aðgang að rafmagni frá sólarrafhlöðum á næstu þremur árum í nýju samstarfsverkefni Íslendinga og Þjóðverja um að auka aðgengi að orku í Mangochi héraði.

Vinstristjórn komin til valda á Spáni

Á meðal stefnumála nýrrar ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins og Við getum er að hækka skatta á þá tekjuhæstu og stórfyrirtæki og hækka lágmarkslaun.

Þingvallanefnd hittist til að fara yfir samninginn við Ólínu

Þingvallanefnd hittist eftir hádegi til að fara yfir samning ríkislögmanns og Ólínar Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljón króna bótagreiðslu frá ríkinu eftir að nefndin braut jafnréttislög í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð árið 2018.

Foreldrar hvattir til að sækja börnin vegna veðurs

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á gula viðvörun frá klukkan þrjú í dag og biður foreldra og forráðamenn að sækja börn sín yngri en tólf ára í lok skóla- eða frístundastarfs í dag.

Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út

Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins.

Flugi aflýst vegna veðurs

Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs.

Flykkjast til heima­bæjar So­leimani

Gríðarlegur mannfjöldi kom saman í heimabæ Qasems Soleimani, íranska herforingjans sem ráðinn var af dögum í Bagdad í síðustu viku.

McLaren Speedtail skilar 1055 hestöflum

McLaren virðist kunna að tímasetja stóru kynningarnar. Þegar flestir voru á þeytingi að redda síðustu jólagjöfinni þá kynnti McLanre ótrúlegar niðurstöður prófana á McLaren Speedtail. Hann nær yfir 400 km/klst.

Eldur í húsi crossfit-stöðvar á Fiskislóð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um eittleytið í nótt vegna elds í húsi crossfit-stöðvarinnar Granda 101 á Fiskislóð í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Vilja bjarga villikisum

Um fimmtán hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftarlista til stuðnings villiköttum. Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir mikilvægt að ráðherra setji reglugerð um að fólki sé kleift að hjálpa þeim í stað þess að aflífa þá.

Holtavörðuheiði opin

Holtavörðuheiði var opnuð aftur upp úr klukkan hálftíu í kvöld en henni var lokað síðdegis eftir að nokkrir bílar fóru þar út af veginum, meðal annars vörubíll og hestaflutningabílar.

Sjá næstu 50 fréttir