Fleiri fréttir

Klipptu Trump út af mynd með Ep­­stein og Maxwell

Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell.

Frænka Trump segir lygar vera lífsstíl hans

Bróðurdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrðir að fyrir honum séu lygar lífsstíll og að andlegir sjúkleikar séu ógn við heiminn á tíma faraldurs og efnahagsþrenginga.

Fyrr­verandi blaða­maður sakaður um land­ráð

Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi.

Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi

Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda.

Mikil ó­vissa meðal nem­enda sem stefna á nám í út­löndum

Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust.

Mikill sam­dráttur í ferða­þjónustu í borginni

Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt.

Gæti þurft að takmarka fjölda farþega

Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum.

Of­beldi ung­menna birt á sam­fé­lags­miðlum í auknum mæli

Formaður velferðarráðs og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar segir ofbeldi ungmenna sem gjarnan er deilt á samfélagsmiðlum sé mikið áhyggjuefni. Erfitt geti verið að bregðast við slíku ofbeldi en það sé alveg nýtt á nálinni að ofbeldinu sé dreift á samfélagsmiðlum.

Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum

Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla.

WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti

Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnaryfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð en brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar getur orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Þá ráðleggur stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis fólki að fara ekki erlendis í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Um þessi og fleiri mál verður fjallað í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést

Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku.

Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag

Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða.

Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum

Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri.

Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu

Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref.

Útgöngubann í Melbourne

Útgöngubanni hefur verið komið á í áströlsku borginni Melbourne og í nágrenni hennar eftir að 191 einstaklingur greindist með kórónuveiruna á einum degi í Viktoríu, einu fjölmennasta fylki Ástralíu.

Eldur á Akranesi í gærkvöldi

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna elds í ruslageymslu við Skólabraut á Akranesi.

Skjálftar fundust í Eyja­firði í gær

Þrír stærri skjálftar urðu við mynni Eyjafjarðar í gær og varð sá stærsti klukkan 18:34 um 15 kílómetrum norðvestur af Gjögurtá. Sá mældist 3,5 að stærð.

Sjá næstu 50 fréttir