Fleiri fréttir

John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn.

Burns mun stýra leyni­þjónustunni CIA

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, mun tilnefna William Burns sem næsta forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hinn 64 ára Burns hefur áður starfað sem diplómati í bandarísku utanríkisþjónustunni og gegndi embætti aðstoðarutanríkisráðherra á árunum 2011 til 2014.

Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum

Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands.

Japarov vann stór­sigur í for­seta­kosningunum

Svo virðist sem að Sadyr Japarov hafi unnið stórsigur í forsetakosningum í Mið-Asíuríkinu Kirgistan sem fram fórum um helgina. Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Japarov hafa fengið um 80 prósent greiddra atkvæða.

Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað

Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun.

Von á 1.200 skömmtum frá Moderna á morgun

Von er á 1.200 skömmtum af bóluefninu frá Moderna á morgun, sem verður notað til að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínuhópum. Í kjölfarið munu berast 1.200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum hér á landi en þrír greindust innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví.

Setja aukinn kraft í bólu­setningar

Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks.

Norð­læg átt og frost á bilinu tvö til tíu stig

Von er á norðlægri eða breytilegri átt í dag og strekkingi austast fram eftir degi en gola eða kalda annars staðar. Léttskýjað verður á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él norðaustanlands. Frost yfirleitt á bilinu tvö til tíu stig.

Að­eins Ís­lendingar undan­þegnir skimun í Eist­landi

Frá og með deginum í dag taka nýjar sóttvarnareglur gildi á landamærum Eistlands. Samkvæmt þeim eru farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem undanþegnir verða skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til landsins.

Sjö efstu bílarnir í vali á bíl ársins í Evrópu

Tilnefningar til verðlaunanna Bíll ársins í Evrópu árið 2021 eru komnar í hús. Alls voru 29 bílar sem komu til greina en dómnefnd hefur skilað endanlegum tilnefningum og eru sjö bílar sem koma til greina.

Vilja minnka um­ferðar­hraða á Bú­staða­vegi

Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Liggur við að Kári spyrji hvað Svíinn í Sviss sé að reykja

„Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér og það gleður mig,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þann spádóm að Íslendingar þyrftu að glíma við nýja bylgju kórónuveirufaraldursins í tengslum við hátíðirnar. Þess í stað hafi gengið prýðilega að halda faraldrinum hér niðri, sérstaklega ef litið er til Bandaríkjanna eða ríkja Evrópu.

Fólk sem velur ekki skimun gert að dvelja í sótt­varnar­húsi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skylda farþega sem neita að fara í landamæraskimun til að fara í 14 daga sóttkví í farsóttarhúsi. Með þessu féllst hún ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis að öllum komufarþegum verði skylt að fara í landamæraskimun.

Óttast „glatað sumar“ vegna tvöfaldrar skimunar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna að fólk sé ekki skyldað til þess að vera í sóttkví milli skimana og er hún ekki hrifin af þeirri hugmynd að einhverjir gætu verið skyldaðir í farsóttahúsið ef þeir greinist með tiltekið afbrigði veirunnar. Hún efist um að það sé lagaheimild fyrir slíkum aðgerðum.

Tilhlökkun fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi á Selfossi

Mikil tilhlökkun er hjá íbúum á Selfossi fyrir opnun fjölnota íþróttahúss, sem tekið verður í notkun í sumar. Húsið, sem er sex þúsund og fimm hundruð fermetrar mun gjörbreyta allri íþróttaaðstöðu í bænum.

Daginn hefur lengt um klukkustund í Reykjavík

Þegar landsmenn hefja nýja vinnuviku í fyrramálið verða eflaust flestir farnir að skynja birtulengingu dagsins og undanhald skammdegisins. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá vetrarsólstöðum 21. desember hefur daginn þannig lengt um tæpa klukkustund í höfuðborginni Reykjavík.

Festi undurfalleg eftirköst óveðursins fyrir austan á filmu

Mikið aftakaveður var á Austurlandi í gær og voru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Í gærmorgun mældist vindur þar á bilinu 28 til 32 metrar á sekúndu auk þess sem íbúar fundu fyrir 10 til 12 stiga frosti og snjókomu. 

Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka

Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að búið er að tryggja bóluefni fyrir alla þjóðina og rúmlega það, eða fyrir 660 þúsund manns. Þá verður rætt við prófessor í ónæmisfræði sem furðar sig á því að stjórnvöld skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni. Hann telur að annars hefði verið hægt að bólusetja alla þjóðina og mynda hjarðónæmi á skömmum tíma.

Gagnrýni á bóluefnakaup Íslendinga í Víglínunni

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, telur að íslensk stjórnvöld eigi að leita til fleiri lyfjafyrirtækja en Pfizer og skoða möguleikann á samstarfi til að hægt verði að ljúka bólusetningum fyrr hér á landi.

Trump bað kosninga­eftir­lits­mann í Georgíu að „finna svindlið“

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna.

Sjá næstu 50 fréttir