Fleiri fréttir

Ljósmyndasnillingar í Hveragerði hjá eldri borgurum

Hópur eldri borgara í Hveragerði hefur opnað ljósmyndasýningu í húsnæði Hveragarðsins, sem verður opin á Blómstrandi dögum í Hveragerði, sem eru um helgina. Á sýningunni eru 63 ljósmyndir.

Látinn eftir umferðarslys á Akureyri

Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi í miðbæ Akureyrar í gær. Maðurinn var að ganga yfir götu þegar keyrt var á hann.

Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag

Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins sagði af sér í morgun með vísan til átaka innan hreyfingarinnar. Ný valdablokk hefur fagnað afsögn Drífu og allt stefnir í að formenn VR, Eflingar og SGS reyni að koma róttækum breytingum til leiðar í haust. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögðu hald á tugi kílóa af fíkni­efnum

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Reynd­i að ráða þjóð­ar­ör­ygg­is­ráð­gjaf­a Trumps af dög­um

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært íranskan hermann fyrir ráðabrugg um að að ráða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna af dögum. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak.

Neitaði að svara spurningunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki.

Of­töldu starfs­menn og brutu gegn lögum um hóp­upp­sagnir

Sjúkratryggingar Íslands gerðust brotlegar gegn lögum um hópuppsagnir þegar fjórtán manns var sagt upp í október árið 2020. Sjúkratryggingar töldu sig ekki þurfa að fara að lögunum þar sem 143 störfuðu hjá stofnuninni og því væri tíu prósenta þröskuldi laganna ekki náð.

Hraun við það að renna út úr Meradölum

Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 

Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“

Gagna­leki í skoðun hjá Reykja­víkur­borg

Upp hefur komið gagnaleki hjá vefþjónustu sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa notað í nokkrum mæli. Persónuverndarfulltrúi borgarinnar vinnur nú að því að leggja mat á umfang og eðli brestsins í samstarfi við upplýsingatæknisvið borgarinnar.

Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi

Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar.

Otworzono szlak do wulkanu

Komendant policji w Suðurnes po zbadaniu warunków pogodowych, postanowił ponownie otworzyć szlak do miejsca erupcji w Meradalur.

Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum

Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Átök á vinnumarkaði, eldgos í Meradölum og leikskólamál í Reykjavík verða efst á baugi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða

Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir.

Trump ber vitni í New York

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun bera vitni í í New York í dag. Umræddur vitnisburður er ótengdur húsleit sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit gerðu á heimili hans í Flórída á mánudaginn og snýr að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í New York í gegnum árin.

Sjósunds­maðurinn fannst látinn

Sjósundsmaður sem leitað var að út fyrir Langasandi við Akranes í gær fannst látinn. Þetta staðfestir lögreglan á Vesturlandi en maðurinn hafði verið ásamt öðrum við sjósund. Leit hófst eftir að hann skilaði sér ekki í land. 

Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ

Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst.

Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum

Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí.

Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri

Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Meradölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu.

Endalaus lægðagangur í kortunum

Ekkert lát virðist ætla að verða á lægðagangi suðvestantil á landinu. Hlýjast og þurrast verður að öllum líkindum á Austurlandi næstu daga. Hlutskipti Íslands þetta sumarið er að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu.

Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí

Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir.

HBO Max ekki væntanleg til Íslands fyrr en 2024

Streymisveitan HBO Max, sem hafði boðað komu sína hingað til lands á seinnihluta þessa árs, verður ekki á boðstólum íslenskra sjónvarpsunnenda fyrr en seint á árinu 2024.

Stærri gígur að myndast á miðri sprungunni

Nokkuð myndarlegur og stærri gígur virðist vera að myndast á miðri gossprungunni í Meradölum. Gígurinn sást vel á vefmyndavél frá Langhól í nótt og hleypir hann frá sér stórum gosstrókum.

Konan sem ásakaði Emmett Till um áreitni mun ekki sæta ákæru

Ákærukviðdómur í Mississippi í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að það liggi ekki næg sönnunargögn fyrir til að gefa út ákæru á hendur Carolyn Bryant Donham, hvers ásakanir urðu til þess að táningnum Emmett Till var rænt og hann skotinn í höfuðið árið 1955.

Sjá næstu 50 fréttir