Fleiri fréttir

618 börn bíða eftir sálfræðiþjónustu hjá HH

Þessa stundina bíða 618 börn eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Umboðsmaður barna hefur ráðist í um bið barna eftir nauðsynlegri þjónustu. Ráðist var í sams konar samantekt í árslok 2021 og síðan voru nýjustu upplýsingar birtar í gær frá sömu aðilum en auk þeirra voru birtar upplýsingar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóla barnaspítalans og þjónustu talmeinafræðinga.

Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu

Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu.

Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. 

„Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu

Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Salan á Mílu, forsetaframboð formanns VR, fjárlög ársins 2023 og kynferðisleg áreitni innan kirkjunnar verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Anders­son segir „dyrnar standa opnar“

Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum.

Sér­sveitin kölluð út vegna „tor­kenni­legs hlutar“ á Sel­fossi

Lögregla á Suðurlandi er með mikinn viðbúnað nærri Fjölbrautaskóla Suðurlands og Vallaskóla á Selfossi eftir að tilkynnt var um „torkennilegan hlut“ á götu við skólann. Að sögn lögreglu er um að ræða ósprungna sprengju sem svipaði til þeirra sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í gær. 

Ekkert bendir til gos­ó­róa við Gríms­ey

Hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir ekkert benda til að eldsumbrota sé að vænta við Grímsey. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarna viku en að sögn hópstjórans er erfitt að fylgjast með gosóróa á svæðinu vegna takmarkana tækninnar. 

Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum

Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn.

„Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi“

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir of langt gengið í aukinni skattlagningu með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Svo langt gengið raunar, að óhætt væri fyrir sósíalista að segja þetta gott, enda erindið þrotið. Gunnar Smári Egilsson gefur lítið fyrir þetta og segir nú lag að hækka bankaskatt og sækja gróðann sem þar hafi myndast.

Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna

Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail.

Tesla opnar fimm Supercharger stöðvar fyrir aðra en Tesla eigendur

Tesla hefur nú hafið tilraunaverkefni sem felur í sér að opna á nokkrar Supercharger hraðhleðslustöðvar fyrir notendur og eigendur rafbíla af öðrum tegundum en Tesla. Tesla eigendur geta haldið áfram að nota þessar stöðvar eins og þeir hafa alltaf gert og Tesla mun fylgjast náið með nýtingu á hverri stöð.

Enn fjölgar hneykslismálum í sex ára sögu Flokks fólksins

Kjörnir fulltrúar Flokks fólksins hafa ýmist neyðst til að segja af sér eða verið hvattir til þess í tengslum við erfið mál sem dunið hafa á flokknum á til þess að gera stuttum líftíma hans. Nú síðast sökuðu þrjár konur innan flokksins samflokksmenn sína um lítilsvirðandi framkomu í sinn garð.

Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu

Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 

R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu

Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega.

Pútín sjái ekki bjálkann í eigin auga

Kanslari Þýskalands segir Pútín neita að átta sig á því að hann hafi gert mistök með innrásinni í Úkraínu. Hann sjái ekki bjálkann í eigin auga og hafi ekki breytt afstöðu sinni að neinu leyti.

75 milljarða krafa á Kópa­vogs­bæ fer fyrir Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir 75 milljarða kröfu erfingja Sigurðar K. Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar. Erfingjarnir krefja Kópavogsbæ um milljarðana, en bærinn var sýknaður í Landsrétti í júní á þessu ári.

Þrjú hundruð pörum af skóm stolið á Selfossi

Þrjú hundruð skópörum var stolið úr Skóbúð Selfoss en þjófurinn eða þjófarnir söguðu gat á húsið til að komast inn. Allir skórnir voru teknir úr kössunum áður en að farið var með þá úr versluninni.

„Þá verður allt vit­laust á Akra­nesi“

Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp.

Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni

Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun.

Eld­gosið í Fagra­dals­fjalli frá­brugðið öðrum eld­gosum

Vísindamenn segja undanfara eldgossins í Fagradalsfjalli hafa verið ólíkan undanförum annarra eldgosa í heiminum. Fyrir gosið dró úr skjálftavirkni, en algengara er að jarðskjálftavirkni aukist fyrir gos, þegar kvika þrýstir sér upp á yfirborðið. Þeir segja niðurstaða rannsóknar um eldgosið í Fagradalsfjalli mikilvæga fyrir alþjóðasamfélagið.

Vilja leggja hjóla­stíg milli Hellu og Hvolsvallar

Sveitarstjórn Rangárþings ytra kannar nú möguleikann á því að leggja göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar. Leiðin er rúmur tólf og hálfur kílómetri og áætlað er að verkið muni kosta 587 milljónir króna.

Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands

Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni.

Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum

Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. 

Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi

Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu.

VR í hart við Eflingu

VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Laugalandi og yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stjórnvalda um heimilið.

Anders­son segir af sér

Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta.

Lyga­sjúki þing­maðurinn skilur við eigin­mann sinn

Formaður danska Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, er að skilja við eiginmann sinn Josue Medina Vasquez. Poulsen hefur síðustu ár verið staðinn að ítrekuðum lygum um Vasquez og hét því nýlega að einungis segja sannleikann héðan í frá.

Armenar leita eftir hjálp

Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu.

Sjá næstu 50 fréttir