Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Við hefjum fréttatímann á beinni útsendingu frá fréttamanni okkar Kristínu Ólafsdóttur sem er stödd í Lundúnum og fylgdist þar með útför Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningar. Hún mun fara yfir daginn og sýna frá spjalli sínu við breska hermenn og íslensku forsetahjónin. 

Þrjú ung­menn­i grun­uð vegn­a spreng­ing­ann­a

Lögreglan á Suðurlandi hefur haft hendur í hári þriggja einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur á Selfossi. Þrímenningarnir eru taldir hafa búið til að sprengt heimagerðar sprengjur á undanförnum dögum en eru undir tuttugu ára aldri.

Söguleg og tilfinningaþrungin athöfn: „Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt“

Íslensku forsetahjónin segja það heiður að hafa fengið að vera viðstödd útför Elísabetar II drottningar sem fór fram í dag. Það hafi verið tilfinningaþrungið og sögulegt, sjötíu ár Elísabetar í embætti hafi einkennst af þjónustu, samviskusemi og virðingu. Um fimm hundruð fulltrúar um tvö hundruð þjóða heims voru viðstaddir. Forsetafrúin náði að kasta kveðju á gamla kunningja, bandarísku forsetahjónin Jo og Jill Biden. 

Arnar Már skipaður forstjóri Byggðastofnunar

Innviðaráðherra skipaði Arnar Má Elíasson forstjóra Byggðastofnunar til fimm ára. Arnar Már hefur verið starfandi forstjóri stofnunarinnar frá því í febrúar og staðgengill forstjóra frá árinu 2016.

Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit

Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020.

Hjörleifur hafi sagst aldrei leggja hendur á konur nema í rúminu

Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester segjast fullar vanlíðunar og kvíða vegna samskipta sinna við þrjá karla á lista flokksins. Allir hafi beitt þær andlegu ofbeldi og einn gerst sekur um kynferðislega áreitni.

Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar

Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar.

Niezadowoleni z usług Icelandair

Przedstawiciele władz lokalnych z północnego-wschodu, wezmą dziś udział w spotkaniu z dyrektorem generalnym Icelandair, podczas którego zostanie on poproszony o wyjaśnienie częstych opóźnień i odwołań lotów krajowych linii lotniczych.

Leið­togi hægrimanna fær stjórnar­myndunar­um­boð

Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli.

Oskarżony za pobicie pracownika sklepu

Sąd Okręgowy w Reykjaviku skazał mężczyznę na 30 dni pozbawienia wolności, za zaatakowanie pracownika sklepu 10-11, przy Laugavegur w Reykjaviku w lutym 2021 roku.

Methafi í samfelldri geimdvöl allur

Rússneski geimfarinn Valeríj Poljakov sem á metið yfir lengstu samfelldu dvöl í geimnum er látinn, áttræður að aldri. Poljakov dvaldi í sovésku geimstöðinni Mír á braut um jörðu í rúma 437 daga samfleytt á tíunda áratug síðustu aldar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Útför Elísabetar Bretadrottningar, eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar, ólga meðal presta og ofsaveður í Japan verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Refur spókaði sig um við Stekkjar­bakka í Reykjavík

Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima.

Saka Rússa um að skjóta flug­skeyti að kjarn­orku­veri

Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði.

For­stjóri Icelandair krafinn skýringa á fundi í dag

Sveitarstjórnarfulltrúar á Norðurlandi eystra munu fjölmenna á fund með forstjóra Icelandair á Akureyri síðar í dag, þar sem hann verður krafinn skýringa á tíðum frestunum og aflýsingum á innanlandsflugi flugfélagsins.

Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó

Allir íbúar Karíbahafseyjarinnar Púertó Ríkó voru án rafmagns þegar fellibylurinn Fíóna gekk yfir hana í gær. Mikil flóð og aurskriður fylgdu bylnum sem var fyrsta stigs fellibylur.

Svona var dagurinn: Elísa­bet Bret­lands­drottning borin til grafar

Útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar fór fram í dag og var glæsileg útsending frá London sýnd á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsti því sem fyrir augu bar í útsendingunni sem stóð í sex klukkustundir.

Suð­lægar áttir og vætu­samt í dag og á morgun

Suðlægar áttir verða ríkjandi með nokkuð vætusömu veðri bæði í dag og á morgun, einkum sunnan og vestantil. Þó má einnig gera ráð fyrir rigningu norðaustantil seint í dag og fram eftir kvöldi.

Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli

Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni.

„Ekki kann lögreglan að meta það“

Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 

Fengu boðskort og þurftu ekki að bíða í röð

Útför Elísabetar II Bretadrottningar verður á morgun. Hundruð þjóðarleiðtoga streyma nú til Lundúna þar sem fólk hefur beðið marga klukkutíma til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. Á meðal þeirra eru Íslendingar sem segja drottninguna hafa átt stóran sess í sínu lífi.

Góð kartöfluuppskera í Krakkaborg í Flóahreppi

Börnin í leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi og starfsfólk hoppa hæð sína af gleði þessa dagana því leikskólinn hefur fengið splunkunýtt gróðurhús og þá er kartöfluuppskeran með besta móti í útigarði skólans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið kost á sér í embætti annars varaforseta Alþýðusambandsins. Rætt verður við Sólveigu Önnu í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Biður sam­landa sína um að snerta ekki út­lendinga

Wu Zunyou, yfirmaður hjá Sóttvarnarstofnun Kína, hefur varað Kínverja við því að snerta útlendinga í landinu. Í gær greindist apabóla í fyrsta sinn í Kína þrátt fyrir miklar ráðstafanir á landamærunum.

„Amma, maturinn stingur“

Kona sem lenti í því að þriggja ára barnabarn hennar fann teiknibólur í morgunkorninu sínu segir upplifunina hafa verið hræðilega. Verið er að skoða hvernig þetta gat gerst og en það er undir Matvælastofnun komið að innkalla vöruna. 

Ullarvika á Suðurlandi fyrstu vikuna í október

Tröllabandaprjón, handlitun í potti, ullarútsaumur, peysuprjón, sokkaprjón og spuni á rokk verður meðal þess, sem verður í boði á Ullarviku Suðurlands, sem stendur yfir fyrstu vikuna í október.

Hefur á­hyggjur af fram­­tíð ASÍ vegna „ein­ræðis­til­burða“

Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. Rætt verður við Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, formann Bárunnar, í hádegisfréttum.

Fjórar milljónir þurft að yfir­gefa heimili sín

Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða.

Stór jarðskjálfti í Taívan

Jarðskjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Taívan fyrr í morgun en í kjölfar hans hefur jarðfræðistofnun Japan gefið út flóðbylgjuviðvörun.

Sjá næstu 50 fréttir