Fleiri fréttir

Óskað eftir vitnum að ógætilegum akstri í Laugardal

Lögreglan óskar eftir vitnum að ógætilegum akstri svartrar Opel Astra OPC bifreiðar á göngustíg milli Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Grasagarðsins í Laugardal um fjögur leytið síðdegis mánudaginn 10. apríl síðastliðinn.

Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki

Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.

Forsetinn heimsækir Færeyjar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, Eliza Reid, halda í heimsókn til Færeyja næstkomandi mánudag, þann 15. maí. Með honum í för verða Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og kona hans, Ágústa Johnson, auk embættismanna.

Telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu

Angelo Uyleman, Hollendingur sem ákærður var fyrir aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu í september 2015, telur að lögreglan hafi beitt ólögmætum aðferðum við yfirheyrslu þegar tekin var af honum skýrsla vegna málsins þann 7. október 2015.

Geirsgata verður áfram opin um hjáleið

Stefnt var að því að færa hjáleiðina þann 15. apríl síðastliðinn en þar sem töf varð á upphafi framkvæmda síðasta haust náðist það ekki.

Sjaldan fleiri beðið eftir áfengismeðferð

Biðin eftir því að komast í áfengismeðferð hjá SÁÁ er nú allt að 150 dagar. Framkvæmdastjóri segir neytendur að eldast og þjónustu ríkisins við hópinn að minnka. Áhersla á málaflokkinn þurfi að aukast.

Neyðast til að byggja yfir starfsmenn sína

Breytingar vegna sívaxandi ferðaþjónustu urðu til þess að Sláturfélag Suðurlands ákvað að reisa 24 raðhúsaíbúðir fyrir starfsmenn sína á Hvolsvelli. Fjárfestingin hljóðar upp á 400 milljónir.

Vill setja reglur um tilvísanir

Landspítalinn hefur enga yfirsýn yfir hvort sérfræðilæknar vísi sjúklingum til sín á einkastofur og fái meira greitt. Landlæknir segir brýnt að setja skýrar reglur um þetta og fara eftir þeim, eins og gert er í Svíþjóð.

Færri tækifæri fyrir konurnar

Aðgengi karlfanga að námi á Litla-Hrauni er meira en aðgengi kvenfanga að námi á Hólmsheiði. Ástandið er þó betra á Hólmsheiði en það var í kvennafangelsinu i Kópavogi. Almennir borgarar aðstoða konurnar.

Útgjöld til lyfja þau sömu síðan 2009

Lyfjakostnaður hins opinbera, þar með talið S-lyfja, hefur hækkað um 0,1 prósent frá árinu 2009 á meðan útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um 44 prósent. Að mati Félags atvinnurekenda sýnir það glögglega að lyfjakaup eru ekki að sliga heilbrigðiskerfið eins og menn vilja láta í veðri vaka á stundum.

Ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr hræjum villtra fugla

Enn sem komið er hefur ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr dauðum villtum fuglum hér á landi. Samtals hafa verið rannsökuð 14 sýni hjá Tilraunastöðinni á Keldum, þar sem rannsóknir fara fram, að því er kemur fram í frétt Matvælastofnunar.

Málþóf í tálmunarfrumvarpi

Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Eftir stutta heimsókn sumars um helgina minnti vetur konungur rækilega á sig víða um land í dag og fóru samgöngur úr skorðum á Vestfjörðum og Suðurlandi.

Hjón dæmd til að selja íbúð sína í Grafarvogi

Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda.

Þjóðvegi 1 lokað milli Seljalandsfoss og Víkur

Núna klukkan 14 var þjóðvegi 1 milli Seljalandsfoss og Víkur lokað vegna óveðurs. Fyrr í dag var þjóðveginum frá Skeiðarársandi að Jökulsárlóni lokað, einnig vegna veðurs.

Sjá næstu 50 fréttir