Fleiri fréttir

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki hafa komið að tillögum um breytingar á hjúkrunarnámi

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki hafa komið að vinnu að tillögum um breytingar á námi í hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólamenntun. Formaður félagsins segir algjört áhugaleysi yfirvalda hafa ríkt í málefnum hjúkrunarfræðinga en áréttar þó að þróun á námi sé liður í fjölgun hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum landsins. Fyrrverandi formaður segir kjör hjúkrunarfræðinga vandamálið, ekki aðsókn í námið.

Aukafréttatími á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi

Fjallað verður ítarlega um þingkosningarnar sem fram fara í Bretlandi í dag. Einnig fjöllum við um manndráp í Mosfellsdal í gærkvöldi og um James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Guðni og Eliza heimsækja Bláskógabyggð

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid koma í opinbera heimsókn í Bláskógabyggð á morgun, föstudag, í tilefni af fimmtán ára afmælis sveitarfélagsins.

Vinna gegn spillingu þykir ganga of hægt

Ísland hefur ekki orðið að fullu við tilmælum GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðs, um aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu þingmanna.

Tólf prósent noti almenningssamgöngur

Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær.

Getur sagt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala

SIðanefnd Blaðamannafélag Íslands vísaði frá kæru ritstjóra Kjarnans um hvort Morgunblaðinu væri heimilt væri að vísa í þrálátan orðróm til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Ritstjóri Kjarnans segir úrskurðinn þýða að hann megi vísa til þráláts orðróms um að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala.

Mjólkin búin í búðinni

Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna.

„Ég vil bara að þetta hætti“

Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til.

Sjúkraliðar furða sig á tillögum um tveggja ára hjúkrunarnám

Mikil reiði hefur gripið um sig innan starfsstéttar sjúkraliða eftir að nýjar tillögur um tveggja ára hjúkrunarnám, sem leggja á fyrir heilbrigðisráðherra, voru kynntar. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands furðar sig á því að sjúkraliðar séu sniðgengnir í þessum fyrirætlunum en þær gera ráð fyrir styttu hjúkrunarnámi fyrir fólk með háskólagráðu.

Dæmdur fyrir ölvun og óspektir á almannafæri

Maðurinn var dæmdur til að greiða 30 þúsund króna sekt. Dómarar töldu málið falla undir 21.grein áfengislaga sem segir að hver sá sem valdi óspektum, hættu eða hneyksli vegna ölvunar á almannafæri skuli sæta ábyrgð. Manninum er gert að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í tvo daga.

Rúmur milljarður á hvern kílómetra Borgarlínunnar

Í fréttatilkynningu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss.

Ung kona áreitt í strætó

Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega.

Einlægt ákall Ástrósar hreyfði við Karli

Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.

Eldur á Grímshaga

Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna elds á Grímshaga 8.

Sjá næstu 50 fréttir