Fleiri fréttir

Um 3.400 missa barnabætur í ár

Samkvæmt bráðabirgðatölum fækkar þeim sem fá barnabætur um 3.431 milli ára. Hafa því rúmlega 15 þúsund foreldrar misst bæturnar á síðustu fjórum árum.

Þarf að vera svigrúm til mats

Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Formaður Dómarafélags Íslands segir að ráðherra eigi að hafa rúmt svigrúm til mats á umsækjendum um dómaraembætti. Hann gagnrýnir ferli við skipun dómara og segir að allir sem komi að skipun dómara á Íslandi þurfi að hugsa sinn gang. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögregla leitar grárrar Land Cruiser bifreiðar

Árekstur varð á Reykjanesbraut við Álfabakka um klukkan hálf ellefu í morgun. Annarri bifreiðinni, gráum Toyota Land Cruiser, var ekið af vettvangi eftir áreksturinn og óskar lögreglu eftir upplýsingum um bifreiðina.

Bjargaði fingri með tonnataki en missti annan

Hafsteinn Davíðsson lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu á miðvikudaginn að klemmast í vél við vinnu sína með þeim afleiðingum að hluti af litla fingri og baugfingri fór af. Ekki tókst að bjarga litla puttanum en með hjálp tonnataks tókst Hafsteini að bjarga baugfingrinum.

Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg.

Ráðuneytið segist ætla að vanda sig

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er gagnrýnt að á árunum 2013 til 2015 hafi ráðuneytin varið um 2,5 milljörðum króna til kaupa á sérfræðiþjónustu. Í mörgum tilfellum voru kaupin ekki í fullu samræmi við lög, reglur og leiðbeiningar stjórnvalda.

Hættuleg ládeyða umferðarráðs

Engin starfsemi hefur verið undanfarin ár í fagráði um umferðarmál. Tæknistjóri alþjóðlegra vegaöryggissamtaka segir það bitna á öryggi í umferðinni.

Saknar herminjasafns sem ráðherrar lofuðu

Safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar segir safnið ekki geta annast orrustuþotu er átti að vera höfuðdjásn í herminjasafni sem ráðherrar Jóhönnustjórnarinnar lofuðu að komið yrði á fót á Keflavíkurflugvelli .

Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra.

Jafnvægi á húsnæðismarkaði 2019

Ríkisstjórnin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í dag sérstakan hússnæðissáttmála sem felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af aðgerðunum er uppbygging á íbúðarhúsnæði á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna.

Ísland líklega dýrasta land í heimi

Ísland er sennilega orðið dýrasta land í heimi sökum mikillar styrkingar krónunnar og er hið svokallaða bjórgengi hennar sérstaklega hátt.

Heildarfasteignamat íbúða fer í tæpa fimm þúsund milljarða á næsta ári

Fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár er 7.300 milljarðar króna og hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. Hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest á Húsavík af öllum bæjum landsins eða 42,2 prósent sem formaður Byggðaráðs bæjarins skrifar á aukna ferðaþjónustu og framkvæmdir á Bakka.

Harpa græn í mótmælaskyni

Tónlistarhúsið Harpa verður lýst upp í grænum lit til þess að mótmæla áformum Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Byggingar víða um heim hafa verið lýstar upp í grænu í mótmælaskyni.

Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Kynntu áform um uppbyggingu um tvö þúsund íbúða á ríkislóðum

Benedikt Jóhannesson, efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkisins, með aukið framboð lóða að markmiði.

Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“

Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur

Varað við því að gefa dýr í gríni

Matvælastofnun segir að best sé að leggja af gríngjörninga með dýr og að gefa dýr í gríni. Óheimilt er að selja, gefa eða afhenda dýr einstaklingi sem ástæða er til að ætla að hafi ekki aðbúnað, getu eða vilja til að annast dýrið í samræmi við lög um velferð dýra.

Sjá næstu 50 fréttir