Fleiri fréttir

Píratar töldu frumvarp opna fyrir ársreikninga

Frumvarp þingflokks Pírata um aukinn aðgang almennings að fyrirtækjaskrá var samþykkt á Alþingi en opnaði ekki á gjaldfrjálsan aðgang að ársreikningum fyrirtækja. Önnur lög gilda um reikningana eins og ríkisskattstjóri benti á.

Fjórðungur kostnaðar launa vegna verktaka

Hlutfall kostnaðar RÚV vegna verktaka hefur verið stöðugt undanfarin ár. Fjöldi verktaka sem vinna þar hleypur á hundruðum á hverju ári. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ telur að hlutfallið sé hátt miðað við eðli starfseminnar.

Sumarhús brann í Skorradal

Sumarhúsið stóð í Dagvarðarneslandi en grunur beinist að því að rafknúinn, heitur pottur hafi valdið brunanum.

Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum.

Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi

Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans.

Lilja Alfreðsdóttir: „Mér líður vel með hvernig ég greiddi atkvæði“

Allir þingmenn Framsóknarflokksins sammæltust um að greiða ekki atkvæði í kosningu um dómara í Landsrétti. Atkvæðagreiðslan átti sér stað fyrr í kvöld og var tillagan samþykkt. Framsókn hafði þó kosið með frávísunartillögu stjórnarandstöðunnar sem fól í sér að málinu yrði vísað frá. Vísir hafði samband við Lilju Alfreðsdóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmann flokksins og spurði hana út í þessa niðurstöðu flokksins.

Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins aukin að raungildi um 900 milljónir

Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði

Framsóknarþingmenn sátu hjá við skipan dómara í Landsrétti

Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni.

Segir að spítalastjórn muni hafa jákvæð áhrif á starfsmenn

Formaður Prófessoraráðs Landspítalans segir að fagleg yfirstjórn myndi styrkja starfsemi spítalans og draga úr hvers konar óánægju meðal starfsmanna. Of mikill tími æðstu stjórnenda fari í að afla spítalanum fylgis hjá stjórnvöldum.

Fréttir Stöðvar 2 - Hvetja foreldra til að ræða við börn sín um dauðann

"Dauðinn getur verið ótímabær, en aldrei óeðlilegur,“ segir Birna Dröfn Jónasdóttir. Faðir hennar drukknaði á Spáni árið 1997 en Birna Dröfn var þá 12 ára gömul. Hún missti síðan móður sína árið 2012. Hún hvetur foreldra til að ræða við börn sín um dauðann og að leyfa þeim að vera hluti af sorgarferlinu.

Fangelsisdómur fyrir að stela samloku úr 10-11

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 53 ára karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið samloku úr verslun 10-11 við Austurstræti í janúar síðastliðnum.

Gera úttekt á stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra og Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis hafa ákveðið að nauðsynlegt sé að fram fari úttekt á rekstrarstöðu fyrirtækja í sjávarútvegi.

„Þetta á að rannsaka“

"Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn

Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri.

Ófundinn í nauðgunarmáli

Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem stefnt hefur verið í einkaréttarmáli og sakaður er um nauðgun sem átti sér stað á Ísafirði og Fréttablaðið hefur fjallað um. Stefna gegn honum hefur verið birt opinberlega.

Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn

Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni.

Geirfinnsmál í Hæstarétt á allra næstu dögum

Guðmundar- og Geirfinnsmálið fer fyrir Hæstarétt núna í lok vikunnar eða í næstu viku. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu. "Það er verið að vinna í skjalagerðinni og svoleiðis,“ segir hann við Fréttablaðið.

Prófessor er vanhæfur mannanafnadómari

Hæstiréttur segir Eirík Rögnvaldsson vanhæfan til að dæma í sérstöku dómsmáli sem varðar heimild barns til að bera nafn það sem foreldrar þess kusu. Ástæðan eru athugasemdir hans við breytingadrög á mannanafnalögum.

Ber að laga mismunun lesbía

Þingsályktunartillaga þess efnis að tryggja verði jafnræði með foreldrum í skráningu hjá Þjóðskrá var samþykkt á Alþingi í gær.

Margt á borði Þingvallanefndar sem fundar eftir sjö mánaða hlé

Þingvallanefnd sem kjörin var á Alþingi fyrir rúmum mánuði hélt sinn fyrsta fund síðastliðinn mánudag. Var það fyrsti fundur Þingvallanefndar í sjö mánuði eða frá því fyrri nefnd lauk störfum rétt fyrir alþingiskosningar í lok október í fyrra.

Stórbruni er bátasmiðja brann til kaldra kola

Iðnaðarhúsnæði sem hýsti bátasmiðjuna Seig á Akureyri brann til grunna í fyrrinótt. Fimmtán slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfi. Tjónið er metið á hundruð milljóna króna. Eldur kom einnig upp í húsinu í janúar síðastliðnum.

Nýr reiðvegur fullur af gleri og postulíni

Mikil mistök voru gerð við lagningu nýs reiðvegar við Kjarnaskóg. Gler og postulín í miklu magni að finna í jarðveginum. Stórhættulegt að mati framkvæmdastjóra hestamannafélags. Sviðsstjóri Akureyrar segir málið til skammar.

Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi

Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti.

Hefur áhyggjur af réttindum starfsmanna Ríkisútvarpsins

Þingmann VG grunar að verktökum hjá RÚV hafi fjölgað undanfarið. Nauðsynlegt sé að ríkið sýni gott fordæmi á vinnumarkaði. Menntamálaráðuneytið hefur ítrekað spurst fyrir um málið án þess að fá svör.

Sjá næstu 50 fréttir