Fleiri fréttir

Sirkus upprisinn í Þórshöfn í Færeyjum við góðan orðstír

Einn frægasti og vinsælasti veitingastaður Reykjavíkur í mörg ár sem nú er horfinn af yfirborði borgarinnar, er risinn upp úr öskustónni í Þórshöfn í Færeyjum. Þar sinnir hann þörfum hópa sem áður höfðu ekki átt sér afdrep í höfuðstað eyjanna.

Panta tíma til að kæra

Panta þarf orðið tíma til að leggja fram kæru hjá lögreglu en þetta var gert til að spara brotaþolum og yfirvöldum tíma. Þolendur alvarlegri brota geta þó ennþá mætt óbókaðir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Farið verður á myndrænan hátt yfir atburði síðasta sólarhrings í og við Múlakvísl þar sem hlaup hófst í gærkvöldi og náði hámarki upp úr hádegi í dag.

„Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“

"Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu.

Beyki er Tré ársins 2017

Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt beyki (Fagus sylvatica) í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017. Tréð er talið allt að hundrað ára gamalt. Haldin verður hátíðleg athöfn við Hellisgerði klukkan 15 í dag.

„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“

Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011.

Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu

Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun.

Ekki merki um gosóróa

Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands.

Ógnaði fólki með sprautunál

Lögreglan handtók á fjórða tímanum í nótt mann sem hafði hótað starfsfólki verslunar í Reykjavík með sprautunál.

Flóðið að ná hámarki

Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni.

Óttast að þolendur vilji ekki skemma partíið með kæru

Yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs um að tónlistarhátíðin verði ekki haldin aftur ef kynferðisbrot verður framið fælir þolendur frá því að kæra, að mati Aflsins. Hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt vegna einangraðs atviks,

Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2

John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt.

Játar að hafa brotist inn

Karlmaður sem sætir ákæru vegna gruns um að hafa brotist inn í íbúð í Hafnarfirði og áreitt tólf ára stúlku kynferðislega í maí síðastliðnum játaði innbrotið þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Hann neitaði hins vegar að hafa brotið á stúlkunni.

Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju

Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur.

Degi styttra í næsta gos

Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld.

Foreldrar beðið um skjól fyrir börnin

Dæmi eru um að foreldrar í Reykjavík hafi beðið barnaverndanefnd um að útvega börnum sínum skjól vegna húsnæðisvanda. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu þegar foreldrar eru bornir út úr húsnæði sínu.

„Þakklæti er okkur efst í huga“

Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö verður tekið á móti móti bandarísku skipbrotsmönnunum sem bjargað var langt suður af Reykjanesi í fyrradag.

John Snorri kominn í búðir fjögur

John Snorri Sigurjónsson, sem í morgun varð fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls heims, K2 er kominn í búðir fjögur ásamt sjerpanum sínum, Tsering Sherpa.

Kærði embættismann í heimabæ sínum fyrir kynferðislega áreitni: „Mér fannst ég eiga að vera þakklát fyrir að hafa ekki verið nauðgað“

Maðurinn, sem þá var á sjötugsaldri, starfaði á stofnun sem Helga María sótti nær öll æsku- og unglingsárin. Hún segir að áreitnin hafi náð hámarki þegar hún var sextán ára en þá hafi maðurinn leitað á hana inni á skrifstofu sinni. Hún kærði hann fyrir áreitnina en hann var sýknaður í bæði héraðsdómi og Hæstarétti.

Segir erfðablöndun ekki tengjast starfandi fiskeldisstöðvum

Formaður landssambands fiskeldisstöðva segir að það þurfi verulegt magn af eldisfiski að sleppa yfir langan tíma til að erfðablöndun verði. Hann hvetur menn til að hætta með ásakanir á víxl og styðjast við mælingar og vísindi.

John Snorri kominn á toppinn

John Snorri Sigurjónsson, fjallgöngumaður, komst í morgun á topp næsthæsta fjalls heims K2, fyrstur Íslendinga.

Sjá næstu 50 fréttir