Fleiri fréttir

Sannfærð um að byrgin voru til að geyma fisk

Byrgin dularfullu á utanverðu Snæfellsnesi voru ekki írsk bænahús heldur fiskbyrgi tengd verstöðvum fyrri alda, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og hafnar því að þau séu keltneskur arfur.

Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun

Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum.

Ætla að útfæra leiðsögn fyrir krabbameinsveika

Heilbrigðisráðherra vill taka upp leiðsögumenn sem myndu hjálpa krabbameinsveikum að rata um heilbrigðiskerfið. Hann ætlar að þrýsta á lækkun á þaki á greiðsluþátttöku sjúklinga og segir að ráðist verði í vinnu við krabbameinsáætlun í haust.

Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni

Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu

Aldrei ætlunin að nota myndirnar til að selja kjóla

Tilgangurinn með myndum af Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra í kjól frá Galvan London í þingsal var aldrei að selja kjóla "út í hinum stóra heimi,“ samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum

Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja.

Veita ekki gistileyfi sökum neyðarástands

Bæjarráð Kópavogsbæjar tók í síðustu viku ákvörðun um að veita neikvæðar umsagnir um ný rekstrarleyfi fyrir gististaði í flokki II á svæðum þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir að sé íbúðabyggð.

Spice selt utan fangelsisveggja

Fíkniefnið Spice virðist vera að ná vinsældum utan Litla-hrauns þar sem það er nýjasta tískudópið. Formaður Afstöðu - félags fanga, segist hafa tekið eftir söluaukningu utan fangelsisins og óttast faraldur. Spice telst til löglegra efna hér á landi.

Tugir hælisleitenda horfið af radarnum

Um tuttugu hælisleitendur hafa horfið af radar Útlendingastofnunar það sem af er ári. Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir einstaklinga, sem synjað var um hæli hér á landi, enduðu. Vísbendingar eru um að sumir séu hér í felum og stundu svarta vinnu.

Næsti prestur fær ekki laxinn

Kirkjuráð hefur ályktað um að laxveiðihlunnindi í Hofsá sem fylgja Hofi í Vopnafirði verði undanskilin í auglýsingu um sóknarprestsembætti Hofsprestakalls. Arður af veiðinni hleypur á milljónum króna.

Jökullinn dauðadæmdur og lónið mun stækka

Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir að ekkert geti breytt því að sporður Breiðamerkurjökuls hopi tuttugu kílómetra inn í land og Jökulsárlón stækki. Jakaframleiðslan haldi áfram þar til jökullinn sé komin á fast land yfir sjávarmáli.

Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis.

Hleypur fyrir lífið

Guðmundur Daði Guðlaugsson var eitt sinn svo langt leiddur af þunglyndi að hann hugleiddi sjálfsvíg nokkrum sinnum. Hann brýnir fyrir fólki að opna sig.

Saka stjórnvöld um dýraníð

Samtökin Jarðarvinir saka stjórnvöld um dýraníð og hyggja á málarekstur. Þau vilja að griðartími hreindýrskálfa verði lengdur um einn mánuð og að hreindýraveiðum verði seinkað.

„Topp tíu ráð fyrir krabbameinssjúka“

Kona sem var greind með krabbamein fyrr á árinu telur sjúklinga vanta leiðsögn eða trúnaðarmann sem leiði um kerfið. Á nokkrum mánuðum hefur hún þurft að leggja út tæplega 1,4 milljónir króna vegna sjúkdómsins.

Vísaði fréttamanni frá borði

Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum.

Guðni segir skátana vera afl til góðs

Guðni Th. Jóhannesson skemmti sér vel á heimsmóti skáta á Úlfljótsvatni í dag. Fjöldi gesta lagði leið sína á svæðið á opnum heimsóknardegi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við skipstjóra franska skemmtiferðaskipsins sem hleypti tæplega tvö hundruð ótollskoðuðum farþegum í land á friðlandinu á Hornströndum í gær.

Eldur í raðhúsi á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar var kallað út að íbúð í raðhúsi um klukkan hálf þrjú í dag vegna elds í potti.

Óttast umhverfisslys við Látrabjarg

Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður.

Sjá næstu 50 fréttir