Fleiri fréttir

Skjálfti í Bárðarbungu

2,4 stiga jarðskálfti mældist aust-suðaustur af Bárðarbungu laust fyrir klukkan þrjú í nótt.

Þórarinn í IKEA féll fyrir málverki af logandi geit

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, hefur keypt málverk myndlistarmannsins Þrándar Þórarinssonar af geit í ljósum logum. "Ég gat ekki sleppt henni. Þetta er hrikalega flott verk,“ segir Þórarinn.

Hlýnar eftir hvassviðri

Smálægð, sem er í myndun vestur af landinu þessa stundina, mun í kvöld valda allhvössum eða hvössum vindi af suðri og síðar vestri.

Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes

Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar.

Dráttarbáturinn Magni í slipp

Dráttarbáturinn Magni, fyrsta stálskipið sem var smíðað hér á landi, verður tekinn í slipp á næstu mánuðum. Báturinn hefur á síðustu árum legið undir skemmdum í Reykjavíkurhöfn en nú vonast menn til þess að hægt verði að bjarga honum frá eyðileggingu.

Áfram dráttur á skipun dómara

Skipun héraðsdómara mun dragast eitthvað áfram en Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, fékk svarbréf dómnefndar um hæfni dómara í gær. Ráðherrann hyggst nota næstu daga til að fara yfir svarbréfið og meta næstu skref.

Sala á rafbílum nærri tvöfaldast

Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes, þar sem ungur maður lét lífið í gær, hættulegan og bráðnauðsynlegt sé að skilja að akstursstefnur þar. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.

Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum

Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur.

Þrjár 29 ára vinkonur á Selfossi allar doktorar

Hin 29 ára gamla Stefanía Ósk Garðarsdóttir, Selfyssingur í húð og hár, kláraði nýverið doktorsnám. En Stefanía Ósk er ekki sú eina í vinkonuhópnum sem er orðin doktor því hún á tvær vinkonur frá Selfossi sem luku einnig doktorsprófi, aðeins 29 ára gamlar.

Segja ónæði af umferð vegna hótelreksturs í Grímsbæ

Í athugsemdabréfi húsfélagsins til skipulagsyfirvalda í Reykjavík segir að umferð rúta og leigubíla hafi aukist, bílum sé lagt í einkastæði íbúa og þeir hafi áhyggjur af hraðakstri og mengun auk slits á stæðunum.

Vildu aðstoða þjófinn en ekki sækja til saka

Forstöðumenn Hjálpræðishersins á Akureyri vildu ekki elta ólar við þjóf og skiluðu ekki inn skaðabótakröfu. Vilja aðstoða menn betur en að senda þá í fangelsi. Þjófurinn hafði á brott með sér 6.000 krónur og fékk fangelsisdóm.

Sjö deilumál hjá sáttasemjara

Búist er við því að um 80 kjarasamningar verði lausir í desember. Í upphafi árs eru sjö mál hjá sáttasemjara en enn fleiri gætu verið á leiðinni. Náttúrufræðingar krefjast 400 þúsund króna í lágmarkslaun.

Sjá næstu 50 fréttir