Fleiri fréttir

Föst nauðug á sama stað

Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið.

Hafnarfjörður kærir Garðabæ

Hafnafjarðarbær hefur kært fyrirhugaða lokun Garðabæjar á gamla Álftanesveginum til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál.

Rændur á sínum eigin fatamarkaði

Jörmundur Ingi Hansen, fyrrum allsherjargoði, var rændur af óprúttnum viðskiptavini á fatamarkaði sínum við Laugaveg 25. Samstarfsfélagar hans hafa komið af stað söfnun til að bæta honum tjónið.

Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur

Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni.

Tugir snjóruðningstækja á götum borgarinnar

Umferðin í morgun gekk mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík.

Rafmagnslaust í Kópavogi

Rafmagnslaust varð í hluta Kópavogs, Blesugróf og nágrenni laust fyrir klukkan fjögur í nótt vegna háspennubilunar.

Launahækkanirnar rúmast innan SALEK

Tólf félög Bandalags háskólamanna hafa samþykkt kjarasamninga við íslenska ríkið. Gerðardómur um kjaramál félaganna rann sitt skeið síðasta haust. Samningarnir verða kynntir félagsmönnum í vikunni. Þeir munu eiga lokaorðið.

Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt

Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni.

Dögun býður ekki fram í vor

Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði munu ekki bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Ný handtök við fæðingar

Vinna við innleiðingu nýrra handtaka við fæðingarhjálp til að lágmarka alvarlegar spangarrifur stendur nú yfir.

Líkist stundum nútíma þrælahaldi

Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum.

Of há gildi gerla í neysluvatni í Reykjavík

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar frá Veitum að niðurstöður rannsókna á hluta vatnssýna, sem fyrirtækið tók í borholum þess síðastliðinn föstudag sýni of há gildi heildargerlafjölda

Sjá næstu 50 fréttir