Fleiri fréttir

Dópuð undir stýri á Facebook

Lögreglan á Akureyri hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir að hafa verið að skoða Facebook í símanum á meðan hún ók bifreið sinni.

Sjá til lands í viðræðum á þingi

Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag.

Áralangt karp um þvottavél

Íbúar í Mjóstræti 2b í Reykjavík þurfa að fjarlægja þvottavél sína úr rými sem þau eiga í sameign með konu sem býr að Bókhlöðustíg 8.

Tólfumenn drifu sig í bólusetningu fyrir HM

Töluvert hefur verið hringt í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undanfarið til að spyrjast fyrir um bólusetningar vegna ferða á HM í Rússlandi. Sóttvarnalæknir hvetur fólk almennt til að huga að bólusetningum.

Vatn lekur úr Grímsvötnum

Vatn er tekið að leka úr Grímsvötnum á Vatnajökli. Ekki er von á stærra hlaupi en þau sem hafa verið síðustu ár.

Nýr meirihluti í Fjarðabyggð

Fjarðarlistinn og Framsókn og óháðir hafa náð saman um málefnasamning um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðarbyggðar.

Ísland friðsælasta ríki heims

Skýrsla GPI er byggð á mælingum á alls 23 mismunandi þáttum. Þeim mælingum er síðan skipt niður í þrjá hluta sem taka til öryggis, átaka og hernaðar.

Lærði að fara út úr líkamanum

Kona sem beitt var grófu ofbeldi af foreldrum sínum í æsku segir skömm og niðurrif hafa fylgt sér alla tíð síðan. Það hafi tekið hana mörg ár að fullvissa sig um að hún væri í raun einhvers virði. Hún segir það krefjandi að vera til í samfélagi þar sem fólk skilur ekki.

Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum

Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist.

Búið að mynda nýjan meirihluta í Norðurþingi

Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022.

Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott

Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur.

Pawel sæmilega bjartsýnn

Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag.

Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans

Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa.

Sakarkostnaður sexföld sektin

Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands í síðasta mánuði dæmdur til greiðslu 110 þúsund króna sektar vegna ölvunaraksturs.

Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til.

Sunna Elvira útskrifuð af Grensás

Sunna Elvira Þorkelsdóttir greinir frá því í opinni færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún sé útskrifuð af legudeildinni á Grensás.

Sjá næstu 50 fréttir