Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vanbúnir ferðamenn, kosningar í Svíþjóð og möguleg brot stjórnvalda á rétti sjúklinga er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30.

Vill Val í 16 ára fangelsi og börnin 40 milljónir í bætur

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og saksóknari í máli embættisins gegn Val Lýðssyni fyrir að bana bróður sínum Ragnari í mars síðastliðnum, krefst þess að Valur verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir brot sitt.

Þung högg á höfuð og síðu banameinið

Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn.

Engar vísbendingar um að hið banvæna efni DNP sé í umferð á Íslandi

Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.

Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi

Rúmlega þrítugur Íraki, sem er eftirlýstur af Interpol vegna nauðgunar á Íslandi, slapp úr landi þrátt fyrir að hann hafi verið í farbanni. Mjög erfitt er að koma í veg fyrir að menn með einbeittan brotavilji komist framhjá farbanni með því að villa á sér heimildir að sögn saksóknara.

Tölvukerfið stríddi KSÍ við spilun þjóðsöngsins

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði eins og alþjóð veit fyrir Þjóðverjum í undankeppni HM 2019.Þrátt fyrir góða umgjörð vakti eitt atvik fyrir leik athygli. Eftir að spilun þjóðsöngs Þýskalands lauk og Lofsöngur Matthíasar Jochumssonar var í þann mund að hefjast heyrðust hljóð sem vallargestir og sjónvarpsáhorfendur þekkja úr Windows stýrikerfi Microsoft.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðnum vegna útkalls. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lilja Rannveig nýr formaður ungra Framsóknarmanna

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) á 43. Sambandsþingi hreyfingarinnar sem fór fram um helgina í húsakynnum Háskólans á Bifröst.

Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað

Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum.

Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla

Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa hluta af afla upp sem ís. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ljósanótt aldrei tilkomumeiri

Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur aldrei verið eins tilkomumikil og nú segir menningarfulltrúi bæjarins. Yfir hundrað viðburðir séu í boði þar sem matur og menning eru í fyrirrúmi.

Safnað fyrir lækniskostnaði kisu

Ekki hefur verið unnt að ná þeim sem pyntaði kött í Hellisgerði í Hafnarfirði í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Hópur fólks hefur boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar hans við Dýraspítalann í Garðabæ.

Sjá næstu 50 fréttir