Fleiri fréttir

Dúxaði í MH með 9,91 í meðaleinkunn

130 nemendur af sex námsbrautum voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Dúx skólans, Melkorka Gunborg Briansdóttir, útskrifaðist með aðra til fjórðu hæstu meðaleinkunn í sögu skólans eða 9,91 í meðaleinkunn. Hugi Kjartansson var semídúx með meðaleinkunn upp á 9,3.

Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs

Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma.

Reykræstu hús í Reykjanesbæ

Brunavarnir Suðurnesja fengu útkall skömmu fyrir klukkan sex um að eldur logaði í húsi að Framnesvegi.

Vill borgarstjóra úr nefnd og að hann íhugi stöðu sína

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að Isavia gerir ráð fyrir tæplega tíu prósenta samdrætti í komu farþega til landsins fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Gangi áætlanir eftir má gera ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um allt að 1800 á dag.

Eldur kviknaði í bíl á Eyrarbakka

Eldur kom upp einum bíl sem stóð á bílastæði á Eyrarbakka í dag. Þetta hefur fréttastofa eftir Pétri Péturssyni, slökkviliðsstjóra hjá brunavörnum Árnessýslu.

Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars

Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar.

Forræðishyggja á gamlárskvöld

Annar fulltrúanna í umhverfisráði Hafnarfjarðar sem var andvígur því að loka Hvaleyrarvatni til að hindra þar áramótagleðskap segir spurningu hversu langt eigi að ganga í forræðishyggju. Formaður ráðsins segir nær að bærinn þrífi

Falsanir kosta Strætó hátt í 200 milljónir

Eftirlitsmenn hafa verið sýnilegir í strætisvögnum undanfarið. Ástæðan eru tíðar falsanir á strætókortum. Tap er talið nema allt að 200 milljónum króna. Framkvæmdastjórinn biðlar til fólks að kaupa kortin á miðasölustöðum og ka

Velt upp hvort auðlindatekjur borgi lífeyri ríkisstarfsmanna

Í stjórnarfrumvarpi um Þjóðarsjóð er reifaður sá möguleiki að arður af orkuauðlindum fari til að mæta ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum vegna eftirlaunaréttinda ríkisstarfsmanna, en þær nema um 620 milljörðum króna.

Fuglar geta nýst gegn drónum

Fuglar geta nýst til að verjast drónaárásum eins og gerðar hafa verið á Gatwick flugvelli í London.

Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna

Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag.

Kalla líklega eftir viðbrögðum helstu braggastjórnenda

Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður.

Persónuvernd bíður eftir Landsrétti

Persónuvernd segir að mál sem snýr að upptöku á samtölum þingmanna á veitingastaðnum Klaustri sé í hefðbundnum farvegi hjá stofnuninni.

Boðar deiluaðila á fund milli jóla og nýárs

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Erlingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness á fund með Samtökum atvinnulífsins á milli jóla og nýárs, föstudaginn 28. desember.

Langtímameðferð í nærumhverfi bjóðast sex til átta börnum

Meðferðarheimili fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda verður reist í Garðabæ. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu til að geta boðið börnum upp á langtíma meðferð í sínu nærumhverfi.

Sjá næstu 50 fréttir