Fleiri fréttir

Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum

Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi.

Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif

Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi.

Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita

Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Um­dæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim.

Lagði fram frumvarp um fiskeldi

Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði lögfest og heildarframleiðslumagn frjórra laxa byggi á því mati.

Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum

Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna.

Einn af þremur segist styðja stjórn Katrínar

Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og vinstri græn tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkur bætir mestu við sig og Miðflokkur vinnur á eftir fylgis­hrun í síðustu könnun. Samfylkingin tapar mestu fylgi milli kannana.

Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn

Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum.

Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini

Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar.

Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann

Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“.

„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“

„Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær.

Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár

Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum

Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“

Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt.

Telja hættu á að Sigurður fari úr landi

Landsréttur staðfesti í gær fjögurra vikna farbannsúrskurð úr héraðsdómi yfir Sigurði Kristinssyni sem á dögunum var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Skáksambandsmálinu svokallaða.

Barnaheill og Blátt áfram sameinast

Stjórnir Barnaheilla og Blátt áfram hafa tekið þá ákvörðun að sameinast undir nafni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir