Fleiri fréttir

Niðurstöðu að vænta á morgun

Bæði er þess krafist í kröfum SA að verkfallið verði dæmt ólögmætt og að Efling verði dæmd til að greiða sekt í ríkissjóð.

Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum

Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi.

Landsmenn borða hátt í milljón bollur

Annasamasti dagur ársins hjá bökurum er í dag þar sem landsmenn úða í sig bollum í tilefni bolludagsins. Að sögn bakara er klassísk vatnsdeigsbolla með sultu og rjóma alltaf vinsælust.

Lá deyjandi í mýri þegar henni var komið til bjargar

Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar.

Beint útsending: Fréttir Stöðvar 2

Átta starfsmenn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum.

Þóttist vera lögreglumaður og leitaði á starfsmönnum hótels

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung og gripdeild fyrir að hafa þóst vera lögreglumaður, framkvæmt leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tekið eigur starfsmanns ófrjálsri hendi.

Vakta eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni

Umhverfisstofnun í samstarfi við aðrar stofnanir vakta nú eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni á Íslandi. Vöktunin er hluti af innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega en þá mun koma í ljós hvort vatnið standist þau umhverfismörk sem eru í gildi.

Umræða um heilbrigð ástarsambönd nauðsynleg

Á næstu þremur vikum munu Stígamót fræða 4500 unglinga um heilbrigð samskipti í ást og kynlífi. Sjúk ást átakið 2019 var kynnt í morgun en er þetta annað árið í röð sem Stígamót fara af stað með það.

Fá 300 milljónir króna í styrk til að byggja upp lífs­ýna­safn

Rannsóknarhópur sem starfar undir forystu Sigurðar Yngva Kristinsson, prófessors í blóðskjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðings við Landspítala, hefur hlotið 300 milljóna króna styrk til þess að byggja upp lífssýnasafn í tengslum við þjóðarátakið Blóðskimun til bjargar.

Óska umsagna um framtíðina

Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum.

Neita að sundurliða laun lykilstjórnenda

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur að óskað verði sundurliðunar á greiðslum til lykilstjórnenda HS Veitna á aðalfundi. Framsetning á launagreiðslunum er ógagnsæ í ársreikningi og forstjórinn synjaði Fréttablaðinu um sundurliðun.

Meirihlutinn styður verkföll

Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur.

Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland

Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun.

Bumbur minnka og minnka í Hveragerði

Í Hveragerðisbæ hefur heilsa og líðan íbúa verið í fyrirrúmi og um leið hefur stuðningur við menningar-, íþrótta- og frístundahópa verið liður í að byggja upp öruggari starfsvettvang þessara hópa.

Auka þarf stuðning við börn sem upplifa skilnað

Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli.

MND sjúklingar berjast fyrir nýjustu lyfjum

Formaður MND félagsins gagrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Maður sem getur hvorki borðað né drukkið og á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum.

Sjá næstu 50 fréttir