Fleiri fréttir

Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni

Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum.

50 ár frá fyrsta flugi Concorde

Fimmtíu ár eru í dag frá því hljóðfráa Concorde-þotan hóf sig til flugs í fyrsta sinn. Síðasta flug hennar var árið 2003, eftir 27 ára rekstrarsögu.

Yfir þúsund á aldrinum 21-24 ára á vanskilaskrá

Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára.

Stjórnmálamenn líti í eigin barm

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Lögðu hald á 100 plöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 100 plöntur, tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði í dag.

Dró upp hníf í verslun

Karlmaður var handtekinn í Reykjavík fyrr í dag eftir að hann dró upp hníf í verslunarmiðstöð í borginni.

RÚV er fíllinn í stofunni

Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla.

Drónaleit í Ölfusá í dag

Björgunarsveitarmenn munu leita með drónum í Ölfusá í dag en leitað er af Páli Mar Guðjónssyni, sem talið er að hafa ekið í ánna fyrir neðan Hótel Selfoss mánudagskvöldið 25. febrúar.

Meta áhrifin af loðnubresti

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar.

Tjá sig ekki um bréf ráðherrans

Stjórnarformaður Íslandsbanka, Friðrik Sophusson, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig um harðort bréf Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins á fimmtudag.

Enginn sér eftir því að velja að lifa

Við erum alltaf betur sett ef við tölum um hlutina, segir Lóa Pind sem sýnir fyrsta þátt sinn í nýrri þáttaröð um sjálfsvíg á Stöð 2 á sunnudag.

Fór í hjartastopp í 26 mínútur

Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur.

Einstök rannsókn á tóneyra og taktvísi

Vísindamaðurinn og málvísindakonan Rósa Signý Gísladóttir stýrir stórri rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem verið er að skoða erfðabreytileika sem hafa áhrif á tóneyra og taktvísi og tengsl þessara eiginleika við ýmsar raskanir eins og lesblindu.

Uppsögn kostar ríkið milljónir

Íslenska ríkið var í Landsrétti í gær dæmt til að greiða kennara fjórar og hálfa milljón króna í bætur og miskabætur vegna fjártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar uppsagnar sem aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Mun fleiri sæta farbanni og varðhaldi

Úrskurðum um farbann og gæsluvarðhald fjölgar gríðarlega milli ára. Embættismenn gefa ýmsar skýringar. Hvorki er unnt að afla upplýsinga um grundvöll úrskurðanna, þjóðerni þeirra sem sviptir eru frelsi né tegund brots sem til rannsóknar er.

Rúmar heimildir til að setja lög um makrílinn

Starfshópur, sem sjávarútvegsráðherra skipaði eftir dóm Hæstaréttar um bótaskyldu vegna úthlutunar makrílkvóta, segir lög sem fælu í sér hóflega skerðingu á kvóta ekki fallin til að skapa bótaskyldu gagnvart kvótahöfum.

Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11

Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni.

Markmið aðgerðanna er að ná samningum

Formaður VR segir meginmarkmið aðgerðaáætlunar um frekari verkföll að þrýsta á um samninga. Atkvæðagreiðsla hefst í næstu viku. Formaður Eflingar segir það eina af stóru lygunum í samfélaginu að enginn vilji fara í verkfall.

Hræðast áhrif yfirvofandi verkfallsaðgerða

Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni.

Sjá næstu 50 fréttir