Fleiri fréttir

Dæmt í hnífstungumáli

Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn.

Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu

Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum.

Rappari dæmdur fyrir ránstilraun í Skeifunni

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson, sem til að mynda sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2010, var í vikunni dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna brota hans sem hann játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur

Harmonika er stórskemmtilegt hljóðfæri

Þórður og Haraldur eru báðir sammála um að harmonikka sé stórskemmtilegt hljóðfæri og þeir hafa trú á framtíð hljóðfærisins, enda eru félögin þeirra bókuð á nokkra sameiginlega tónleika í sumar.

Fjögurra hæða blokk reist á hálfum mánuði

Fjögurra hæða fjölbýlishús var reist í Reykjanesbæ á aðeins hálfum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem byggð er blokk úr timbureiningum hér á landi, en þær komu til landsins í nóvember og fólk er þegar flutt inn í nokkrar íbúðir hússins.

Tæplega tveggja tíma bið eftir strætó í Landeyjahöfn

Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar.

Sólin mun hífa upp hitatölurnar eftir svala nótt

Gert er ráð fyrir því að sólin muni hífa upp hitatölurnar í dag eftir svala nótt en í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að líklega fari hitinn yfir 12 stig víða um landið síðdegis í dag en þá snýst vindur til suðausturs og tekur að þykkna upp syðra með skúrum á Suðausturlandi.

Með barefli inni á skemmtistað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum.

Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi

Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til.

Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag

"Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg Ottósson, eini sveppabóndi landsins og eigandi Flúðasveppa á Flúðum.

Hluti erlendu starfsmanna WOW air farinn aftur heim

Stór hluti þeirra sem hafa misst vinnuna eftir gjaldþrot WOW air eru erlendir ríkisborgarar, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Sumir erlendu starfsmenn WOW air hafi snúið aftur til heimalandsins.

Sagði trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum lausum eftir fréttaflutning

Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.

Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air

Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið.

Menntamálaráðherra borðar íslenskt grænmeti í öll mál

"Ég held að við getum alltaf verið duglegri að borða grænmeti, ég veit það með sjálfan mig en mér finnst grænmeti afskaplega gott og hef það við allar máltíðir“, segir Lilja.Dögg Alfreðsdóttir, mennta og menningamálaráðherra aðspurð hvort Íslendingar væru nógu duglegir að borða grænmeti.

Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja persónulega þjónustu

Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja fá persónulega þjónustu en ekki eingöngu þjónustu í gegnum síma eða tölvu. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju meistaraverkefni um bætta innflytjendaþjónustu í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum segir þörf á því að geta veitt innflytjendum margvíslega þjónustu á einum stað.

Héraðssaksóknari vill lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds

Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Svikahrappar sofa aldrei“

Hótunarbréf, í ýmsum útgáfum, berast almenningi í sífellu en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna á mikilvægi þess að líta á slík bréf með gagnrýnum augum því líkur séu á því að tölvuþrjótar hafi sent bréfin í þeim tilgangi að svíkja fé út úr fólki.

Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif

Niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar sýna fram á jákvæð áhrif færri vinnustunda og eru þarft innlegg í kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðsins.

Ömurlegur kumbaldi sem skyggir á Viðey

Nýtt hátæknivöruhús í Sundahöfn byrgir útsýni yfir Viðey. Starfsfólk annarra fyrirtækja á svæðinu er ekki ánægt. Deiliskipulagið var samþykkt árið 2017 en fór aðeins í grenndarkynningu í öðrum vöruhúsum á hafnarbakkanum.

Krefja þýsk stjórnvöld svara um Geirfinnsmál

Nokkrir þýskir þingmenn hafa lagt fram ítarlega fyrirspurn um rannsókn Geirfinnsmálsins. Spyrja sérstaklega um aðkomu hins þýska Karls Schütz. Fyrirspurninni beint til þýskra stjórnvalda og lögreglu. Lásu fyrst um málið í Grapevine.

Það er ekkert sport að láta handtaka sig

Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti lýsir reynslu sinni af því að liðsinna hælisleitendum, viðmóti fólks og vinnubrögðum lögreglu. Olivia Bockob er fædd í Kamerún og fékk vernd á Íslandi eftir nærri tveggja ára baráttu og lýsir erfiðri reynslu sinni.

Ráðamenn kynni sér áföll og fíkn

Áhrif áfalla geta verið margþætt og geta þau haft í för með sér afleiðingar af ýmsu tagi. Ráðstefna um áföll og fíknisjúkdóma verður haldin í Hörpu 10. til 11. maí þar sem rædd verða áhrif áfalla á einstaklinga.

Sjá næstu 50 fréttir