Fleiri fréttir

Viðskiptaráðsmönnum úthýst úr umræðuhóp Orkunnar okkar

Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann.

Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi

Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars.

Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air

Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia.

Akurey í Kollafirði friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland.

Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann

Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum.

Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi

Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu.

Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní

Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni.

Ráðist á starfsmann, sparkað í bíla og brotist inn

Þrír voru handteknir á öðrum tímanum í nótt grunaðir um húsbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Þremenningarnir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Karl leiðir unga Miðflokksmenn

Ungliðahreyfing Miðflokksins var formlega stofnuð um liðna helgi. Karl Liljendal Hólmgeirsson, varaþingmaður flokksins, var kjörinn formaður. Karl settist á þing fyrir flokkinn síðasta sumar og varð þá yngsti þingmaður frá upphafi, 20 ára og 355 daga gamall.

Áhersla á öruggt umhverfi iðkenda

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska.

Spara tíu milljónir

Landspítali varði um 4,6 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum í fyrra. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar á þingi.

Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð

Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun.

Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt

Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum

Ráðherra stóðst prófið

Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðalögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Lögmenn ALC túlka niðurstöðuna á þann veg að ALC þurfi að greiða 87 milljónir króna til að fá vélina afhenta en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia.

Bjarni vill skil­greina betur rétt sjúk­linga

Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum.

Katrín og May funduðu í Downingstræti

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag.

Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla.

Sjá næstu 50 fréttir