Fleiri fréttir

Persónuvernd vísar frá kvörtunum um myndbirtingu í fréttum

Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.

Atvinnulausir tvöfalt fleiri en laus störf

Atvinnuþátttaka á fjórðungnum var að jafnaði 81%, eða að meðaltali um 205.700 manns. Þar af töldust að meðaltali 6.200 manns vera atvinnulausir eða um 3,0%.

Telur ljóst að öfgafemínismi skaði málstaðinn

Kolbrún Bergþórsdóttir, umsjónarmaður Menningar í Fréttablaðinu, leiðarahöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, segir svokallaða dólgafemínista mega hafa það í huga að ofstækisfull barátta skaði málstað fremur en að vinna honum gagn.

Í klóm ofbeldis

Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar.

Kaldar nætur í vændum

Eftir hlýindin undanfarið hefur kaldara loft nú borist yfir landið úr norðri að sögn Veðurstofunnar.

Gamlar plötur vandi í Vaðlaheiðargöngum

Háþróaður búnaður Vaðlaheiðarganga sem les af númeraplötum bifreiða á í vandræðum með að lesa af gömlum svörtum númeraplötum. Ekki loku fyrir það skotið að slíkir bílar fari í gegn án þess að vera rukkaðir fyrir ferðina.

Við ætlum að breyta þjóðfélaginu

Sá tími er liðinn að verkalýðshreyfingin sé bara í baráttuhug einu sinni á ári. Þetta sagði formaður Eflingar í ræðu sinni á baráttudegi verkalýðsins.

Ríkissaksóknari vill halda áfram rannsókn

Af fjórum kæruatriðum Jarðarvina gegn vinnubrögðum Hvals hf. eru tvö enn til rannsóknar. Lögreglustjórivildi hætta rannsókn á brotum er varða verkunaraðferðir Hvals en ríkissaksóknari skipaði að rannsókn skyldi halda áfram.

Hælisleitendur fara í Keflavíkurgöngu

Hælisleitendur og stuðningsmenn þeirra ætla að vekja athygli á stöðu sinni með því að fara í Keflavíkurgöngu á laugardaginn. Þeir krefjast þess meðal annars að brottvísunum til óöruggra landa verði hætt, þeir fái tímabundin atvinnuleyfi og að búðunum á Ásbrú verði lokað.

Verða að kanna notkun piparúða á mótmælendur

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur sent erindi Semu Erlu Serdar, fyrir hönd Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitur og flóttafólk á Íslandi, til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til meðferðar.

Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra

Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli.

Skýra þurfi reglugerð um niðurgreiðslu tannréttinga barna með skarð í gómi

Forstjóri Sjúkratrygginga segir að skýra þurfi betur reglur um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga barna með skarð í gómi. Hún segir stofnunina fara að þeim reglum sem henni séu settar. Foreldrar barna með skarð í gómi hafa lengi barist fyrir því að fá tannréttingar barna sinna niðurgreiddar hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í dag fóru fram hátíðarhöld í yfir 30 sveitarfélögum. Í ræðu sinni minnti formaður Eflingar á hversu öflug verkalýðsbaráttan sé með góðri samstöðu.

Baráttuandi í bænum

Fjöldi fólks kom saman á Ingólfstorgi í dag á útifundi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.

Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins.

Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó

Stjórnmálaflokkur krakka, Krakkaveldi, býður til baráttufundar á morgun, 1. maí. Þar ætla þau að fræða fólk um hver þau eru og hvernig þau vilja bjarga jörðinni.

Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa

Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt.

Maí­mánuður heilsar kulda­lega

Þokuloft liggur eins og mara yfir landinu í morgunsárið en mun brotna upp þegar nær dregur hádegi, sér í lagi á Suðvesturlandi.

Fá lóðir undir fjölda íbúða í Skerjafirði

Borgarráð samþykkti í liðnum mánuði að veita félagi í eigu meðal annars Hauks Guðmundssonar og Péturs Marteinssonar lóðavilyrði til uppbyggingar á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerjafirði.

Stýrihópur um samgöngumál

Settur hefur verið á fót stýrihópur til að hefja viðræður til að móta tillögur um næstu skref í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölbreytt hátíðahöld

Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30.

Fangelsin kaupa tóbak fyrir milljónir 

Fangelsismálastofnun kaupir tóbak fyrir hundruð þúsunda króna í hverjum mánuði fyrir fanga. Tóbakið er selt í fangelsissjoppunum á Litla-Hrauni og Sogni. Stofnunin hefur engar tekjur af og selur tóbakið á kostnaðarverði.

Sjá næstu 50 fréttir