Fleiri fréttir

Fræðsla er vopnið til að útrýma fordómum

Til mikils er að vinna með bættri líkamsvirðingu, virðingu fyrir eigin líkama en einnig fyrir líkama annarra. Fitufordómar blómstra enn víða og virðast hafa aukist á undanförnum árum. Við þessu þarf að bregðast öllum til heilla.

Þurfum að samþykkja fjölbreyttan líkamsvöxt

Mikilvægt er að velja ábyrgar leiðir til heilsueflingar sem stuðla jafnhliða að heilbrigðum lifnaðarháttum og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti í stað þess að ala á fordómum og mismunun á grundvelli holdafars.

Hæsti skýjakljúfur landsins

Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir.

Glíman við hindranirnar

Landssamtökin Sjálfsbjörg voru stofnuð 1959 og eru því sextug. Þau berjast fyrir bættu aðgengi hreyfihamlaðra og framkvæmdastjórinn segir margt hafa áunnist á 60 árum.

Vilja skipta umræðunum í tvennt

Forsætisráðherra bauð í dag formönnum stjórnarandstöðuflokkanna að fresta þrætumálum fram á sérstakt þing í ágúst. Stjórnarandstaðan er ósátt við sameiginlega niðurstöðu þar sem um sé að ræða sitt hvorar viðræðurnar.

Myndi kjósa að ungmenni sem aka um á vespum taki ökupróf

Forvarnarfulltrúi Sniglanna vill að ungmenni sem eiga og aka um á vespum verði skylduð til að fara í ökupróf til að læra betur á tækið og umhverfið. Vespuslys séu að færast í aukana og nauðsynlegt sé að brýna fyrir krökkunum almennar umferðarreglur.

Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar

Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021.

Akureyrarkaupstaður fær nýtt heiti

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að breyta skuli nafni Akureyrarkaupstaðar í Akureyrarbæ. Samþykktin er gerð með fyrirvara um jákvæða umsögn örnefnanefndar og staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla

Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við.

Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar

Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni.

Ljós kviknaði eftir hrun

Sesselja Traustadóttir hefur lengi aðhyllst hjólreiðar sem ferðamáta. Hún ætlar að fjalla um þróun reiðhjólamenningar á Íslandi í Bókasafni Kópavogs í hádeginu í dag.

Hitinn gæti farið í 15 stig sunnan til

Það eru ekki miklar breytingar í veðrinu þessa dagana eða eins og segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands þá eru litlar sem engar breytingar að sjá um landið austanvert fram á helgi.

Fáir vilja sterk vín í verslanir

Milli 67 prósent og 68 prósent Íslendingar eru andvígir sölu á sterku víni í matvöruverslunum en á tæplega 17 prósent segjast því hlynntir í nýrri skoðanakönnun fyrirtækisins Maskínu.

Sjá næstu 50 fréttir