Fleiri fréttir

Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint

Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum.

„Valdníðsla gagnvart íbúum Flóahrepps“

„Ég óska því eftir að sveitarstjórn Flóahrepps sendi Heilbrigðiseftirliti Suðurlands erindi þar sem við afþökkum samflot við önnur sveitarfélög á Suðurlandi hvað þetta hreinsunarátak varðar og höfnum alfarið að gengið verði að íbúum Flóahrepps með þessum hætti", segir Árni Eiríksson, oddviti Flóahrepps vegna hreinsunarátaksins "Hreint Suðurland".

Helga Vala segir lögregluna fjársvelta

Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi.

Procar heldur starfsleyfinu

Bílaleigan Procar verður ekki svipt starfsleyfi en samgöngustofa mat tillögur fyrirtækisins að útbótum fullnægjandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Deilur innan slysavarnafélagsins Landsbjargar, fundur Trump og May í Bretlandi og hvalveiðar er meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl 18:30.

„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“

Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins.

Brenndist á andliti í lítilli sprengingu

Starfsmaður á vegum Olíudreifingar var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar brunasár eftir að lítil sprenging varð í bensíntanki við bensínstöð N1 við Hörgárbárbraut á Akureyri.

Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur.

Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt

Elíza Lífdís útskrifaðist sem búfræðingur og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu í fjórum greinum. Hana dreymir um að verða bóndi og leitar sér að búi til að taka við.

Verði öðrum vonandi víti til varnaðar

Landeigandi Reykjahlíðar kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfi í kringum utanvegaakstur eftir að rússnesk samfélagsmiðlastjarna ók út á jarðhitasvæði. Viðvörunarbjöllur hringja hjá Umhverfisstofnun vegna málsins.

Færri umsóknir en í fyrra

Umsóknir í háskólanám við Háskólann á Akureyri eru eilítið færri en árið á undan. Umsóknarfrestur í flesta háskóla landsins rennur út á morgun.

Allt að 15 stiga hiti

Sólin heldur áfram að skína á menn og málleysingja sunnan- og vestan lands í dag og gætu hámarkshitatölur náð á milli 12 og 15 gráðum að deginum.

Litlar sem engar breytingar á fylgi flokkanna

Fylgi flokkanna breytist lítið milli mánaða samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Voru breytingarnar á bilinu 0,1 til 1,1 prósentustig og teljast ekki tölfræðilega marktækar.

Langt þar til þingmenn komast í frí

Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá.

Eflingarfólk ánægt með skilaboð SA um lífskjarasamning

„Við teljum það ánægjulegt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær.

Segir nýsamþykkta heilbrigðisstefnu marka tímamót

Ný heilbrigðisstefna var samþykkt á Alþingi í dag og er hún sú fyrsta sinna tegundar hér á landi. Heilbrigðisráðherra segir þetta mikil tímamót enda verið kallað eftir slíkri stefnu um árabil.

Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum

Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sextán ára stúlka af Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður segir að umkvörtunum sínum hafi verið sópað undir teppið vegna pólitískrar stöðu móðurfjölskyldu hennar

Sjá næstu 50 fréttir