Fleiri fréttir

Segir dásamlegt að sjá líf færast í húsið á ný

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir skemmtilegt samfélag vera að myndast í St. Jósefsspítala sem hefur staðið auður frá 2011. Lífsgæðasetur mun taka þar til starfa í haust. Gert er ráð fyrir íbúðum í gömlu skólahúsi gegnt spítalanum.

Sjálfstæðismenn tapa til Miðflokks

Rúmlega fimmtungur þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 2017 mundu nú kjósa Miðflokkinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki ánægður með að mælast undir kjörfylgi en þetta séu dæmigerðar sveiflur á miðju kjörtímabili.

Kýr á vatnsdýnum í nýju fjósi

Nýtt og glæsilegt fjós hefur verið tekið í notkun á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er pláss fyrir um 500 gripi, þar af um 240 kýr.

Óvenju mörg flugslys í ár

Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði.

Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær

Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá.

Ætlar að spyrja geimfarann út í það hvernig geimmatur bragðast

Íslenskur drengur, sem talaði við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni nú rétt fyrir fréttir, segist áhugasamur um himinhvolfin en helst hafi hann viljað spyrja út í það hvernig geimmatur bragðast. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta sem öll vildu spjalla við geimfarann.

Þolendur segja stuðninginn skipta öllu máli

Druslugangan var gengin í níunda sinn í dag. Skipuleggjendur göngunnar segja að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu frá því að gangan fór fyrst fram, en þó sé þörf á kerfisbreytingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tvö alvarleg flugslys hafa orðið á Hakadalsflugvelli á Rangárvöllum á jafn mörgum sólarhringum, helmingi fleiri leita til síðunnar Matarhjálp Neyðarkall á Facebook í sumar og kíkt verður í druslugönguna.

Sunnlenskir bændur munu slá þrisvar í sumar

"Þetta er einfaldlega lengsta sumar sem ég hef nokkurn tímann lifað og er ég bara rétt um hálfrar aldar gamall. Ég man aldrei eftir svona sumri á ævinni áður, það er hiti og notalegt veður á hverjum einasta degi og því fylgir náttúrulega afskaplega skemmtilegur og þægilegur heyskapur“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

Tuttugu dóma beðið frá MDE

Fjöldi íslenskra mála bíður afgreiðslu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sex dómar fallið gegn Íslandi á árinu. Ekki sér fyrir endann á óvissunni sem umvafið hefur réttarkerfið síðustu misserin.

Drög að flugstefnu lögð fram

Verkefnisstjórn sem unnið hefur að mótun flugstefnu fyrir Ísland hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, drög­um að grænbók um stefnuna. Grænbókin hefur nú verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Sjá næstu 50 fréttir