Fleiri fréttir

Kolbeinn göngugarpur gekk hringinn á 30 dögum

Kolbeinn lagði af stað í gönguna 1. júlí og nú í morgun hófst síðasti spölurinn frá Selfossi til Reykjavíkur, þar áætlar hann að vera á milli 23:00 og 24:00 í kvöld. Kolbeinn hefur gengið að meðaltali 45 kílómetra á dag,

Fjórum stjórnarmeðlimum LV og varamönnum þeirra birt stefna VR

Fjórum meðlimum stjórnar Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna hefur verið birt stefna VR eftir að flýtimeðferð var samþykkt í héraðsdómi í gær. Einnig var stefna birt varamönnum í stjórn og var því alls átta birt stefna auk Fjármálaeftirlitsins og Lífeyrissjóðnum sjálfum.

Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu

Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörft sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum.

Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum

Martröð verður regnbogagata

Regnbogagatan var opnuð á Dalvík í dag í tilefni af því að hinsegin dagar í Reykjavík verða heiðursgestir Fiskidagsins mikla.

Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá

Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar.

„Mögnuð sýning fyrir augu og eyru“

Íbúar á Höfn í Hornafirði lýsa þrumuveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi, og sem gætti einkum í bænum, sem mögnuðu sjónarspili.

Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar sektuð um 106 milljónir

Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016.

Hundur beit póstburðarmann í Eyjum

Hundur glefsaði í hönd póstburðarmanns í Vestmannaeyjum í síðustu viku og þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í kjölfarið.

Sjúkraflug getur tafist vegna tryggingamála

Mikil umræða er nú á meðal lækna vegna fyrirkomulags trygginga vegna sjúkraflugs eftir að tveggja tíma töf varð á flugi með meðvitundarlausan mann. Ef ótryggður einstaklingur er sendur í flug getur kostnaður upp á eina milljón fallið á heilbrigðisstofnun.

Öndin Búkolla hegðar sér eins og hundur

Ragnheiður Ólafsdóttir og Geir Magnússon, sem reka veitingastaðinn Vagninn á Flateyri, hafa tekið að sér æðarkollu sem heitir Búkolla. Ragnheiður segir að hún hegði sér að mörgu leyti eins og hundur enda alist upp með heimilishundunum.

Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup

Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri.

Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni

Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins.

Íslenskur óperusöngvari slær i gegn í Austurríki

Unnsteinn Árnason, 28 ára óperusöngvari var mjög hissa en jafnframt mjög stoltur af því að hafa verið í síðasta mánuði valin besti ungi listamaðurinn þegar austurrísku tónleikahúsaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn.

Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“

Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður.

„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn.

22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti

22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra.

Mál VR gegn FME fær flýtimeðferð fyrir héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að í ár sé búið að leggja hald á sambærilegt magn af fíkniefnum og allt árið í fyrra. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en ung íslensk kona var handtekin nýverið, grunuð um að smygla inn miklu magni af MDMA

Sjá næstu 50 fréttir