Fleiri fréttir

Engin leið að keppa við ON

Ísorka hefur kært Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, til Samkeppniseftirlitsins. Forsvarsmaður Ísorku segir fyrirtækið vera að koma sér í einokunarstöðu um miðlun rafmagns til rafbíla.

Valli Reynis er ánægður með lagið um Valla Reynis

Eitt vinsælasta lag landsins er um Valla Reynis en Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður samdi langið og syngur það út um allt við miklar vinsældir. Valli Reynis, sem býr á Selfossi er mjög ánægður með lagið um sig.

Styttist í Íslandsheimsókn Pence

Varaforseti Bandaríkjanna mun funda með forsætisráðherra þegar hann kemur til landsins. Hitti forseta Póllands í dag og ferðaðist til Írlands.

Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli

Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.

Metnaðarfullir KA-menn safna fyrir nýjum búnaði eftir bíræfinn þjófnað

Stuðningsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, um land allt urðu fyrir áfalli í sumar þegar græjunum sem KA-TV hefur notað til að sýna frá leikjum félagsins í öllum íþróttagreinum félagsins var stolið. Ekkert bólar á búnaðinum og nú hefur félagið hafið söfnun svo kaupa megi nýja græjur.

Aldrei upplifað hraðari lendingu

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, sem var um borð í flugvél Icelandair sem bilaði á leið til svissnesku borgarinnar Zürich í morgun, segir flugstjóra og áhöfn hafa staðið fagmannlega að öryggislendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli.

Framsókn vill auðlindaákvæði

Framsóknarflokkurinn leggur höfuðáherslu á þjóðareign auðlinda og ætlar að fylgja því fast eftir á kjörtímabilinu að slíkt ákvæði verði sett í stjórnarskrá.

Kaldasti ágúst frá árinu 1993

Nýliðinn ágústmánuður var sá kaldasti á landsvísu síðan árið 1993. Þetta kanna að koma mörgum borgarbúum á óvart miðað við þann hita sem var fyrr í sumar en norðanmönnum síður.

Alþingi ráði uppbyggingu á varnarsvæði

Þingmaður Vinstri grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé, vill að Alþingi komi að ákvörðunum um umsvif herliðs hér á landi og hyggst leggja fram frumvarp til að breyta varnarmálalögum í þá átt.

Rækjuvinnslunni á Hólmavík borgið

Hefði vinnslan stöðvast hefði það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarfélagið en rækjuvinnslan er stærsti vinnustaður samfélagsins.

Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“

Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segum við frá því að atkvæðagreiðsla um Þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi á morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni ekki lokið þó svo verði.

500.000 króna gjöf til Krabbameinsfélags Árnessýslu frá Oddfellow

Oddfellowreglan er líknar- og mannræktarfélag með um fjögur þúsund félagsmenn. Reglulega eru veittir styrkir til góðra málefna. Síðustu tólf mánuði hefur Oddfellowreglan á Íslandi styrkt verðug málefni að upphæð 148.000.000 krónur. Opið hús er í regluheimilum reglunnar í dag, 1. september þar sem starfsemin er kynnt í máli og myndum.

Komi ekki til opinberra styrkja verði innanlandsflug skert

Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur að sögn forstjóra Air Icelandair Connect. Hann segir að hið opinbera verði að koma að rekstri innanlandsflugs.

Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands

Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir