Fleiri fréttir

Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast

Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví.

Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum

„Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en þingfundi sem átti að vera á morgun var frestað til föstudags til að endurmeta frumvarp um atvinnuleysisbætur. 

Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús

Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins.

Fimm ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás og nauðgun á sambýliskonu

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðga henni í íbúðargámi þar sem þau bjuggu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er annar fangelsisdómurinn sem maðurinn hlýtur fyrir að misþyrma sömu konu.

Frum­varp um bætur í hluta­starfi mun taka breytingum

Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fimm liggja á Landspítalanum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar sem koma til landsins að fara í sóttkví.

Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar

Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf.

Varar eindregið við heimaprófum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Þróunin þurfi ekki að koma á óvart

43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart.

Stakkaborg lokuð í tvær vikur

Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

„Þurfum að meta okkar eigin hagsmuni“

Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu.

Aldrei fleiri ný smit á einum degi

Um 17% allra þeirra sem hafa greinst með kórónuveiruna á Íslandi greindust í dag. Fjöldi nýrra smita sem greindist í dag er hátt í tvöfalt hærri en á nokkrum öðrum degi frá því að faraldurinn hófst.

Hafa áhyggjur af fólkinu í neyðarskýlunum

Deildarstjóri hjá veðferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af húsnæðislausu fólki sem nýtir neyðarskýli borgarinnar, vegna kórónuveirunnar. Sjö manns eru skilgreindir íáhættuhópi og er hluti hópsins langveikt fólk með alvarlegan vímuefnavanda. 

Víða skert starfsemi í grunnskólum

Margar ástæður liggja fyrir því að víða er skert starfsemi í grunnskólum að sögn formanns Skólastjórafélagsins. Tveir grunnskólar hafa þurft að loka vegna kórónuveirufaraldursins. 

Umsóknir um bætur hrannast inn

Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fyrsta mögulega andlátið af völdum kórónuveirufaraldursins og aðgerðapakki ríkisstjórnar og seðlabanka eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Loka Háteigsskóla í tvær vikur

Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru.

Sættust á samráð vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar

Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi vegna áhrifa ferðabanns Bandaríkjastjórnar og efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins þegar þeir ræddu saman í síma í dag.

Land rís á ný undir Þor­birni

Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar.

Sjá næstu 50 fréttir