Fleiri fréttir

Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu

Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu.

ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk

Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu.

Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær.

Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á morgun

Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Staðan í viðræðum flugmanna og Icelandair, opnun landamæra Íslands og nýr íslenskur bíll á Grænlandi er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Telja að þau muni komast í gegnum ástandið

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi telja að þau muni komast í gegnum það ástand sem Covid-19 veirufaraldurinn hefur skapað og ætla að vera með opið hjá sér í sumar.

Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði

Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson.

Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til

Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til.

Ekki útlit fyrir frekari viðræður Icelandair og flugfreyja

Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag.

Enginn lengur á Landspítalanum með Covid-19

Vatnaskil urðu í kórónuveirufaraldrinum á Íslandi í dag en nú liggur enginn sjúklingur lengur inni á Landspítalanum með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Engu að síður en níu sjúklingar enn á sjúkrahúsinu sem eru jafna sig á alvarlegum veikindum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvissa um opnun landamæra, áhættugreining fyrir Landspítala og sumastörf fyrir námsmenn eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Deila Eflingar og sjálfstæðra skóla til sáttasemjara

Formaður Eflingar hefur óskað eftir því að sáttasemjari taki við stjórn á viðræðum í kjaradeilu Eflingarfólks sem starfa hjá fyrirtækjum innan Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) gagnvart Samtökum atvinnulífsins.

Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair

Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí.

Fólkið í sóttkví kom að utan

Athygli vakti við uppfærslu tölulegra gagna á Covid.is í gær að á meðan flestar tölur lækkuðu þá fjölgaði fólki hér á landi í sóttkví um 133. Um var að ræða fólk sem var að koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll eða Norrænu.

Svona verður fyrir­komu­lagið í sund­laugunum 18. maí

Sóttvarnalæknir mun leggja það til að fjöldi gesta í sundlaugum, sem ráðgert er að opni á ný eftir samkomubann nú á mánudaginn, fari fyrst um sinn ekki yfir helmingsfjölda gesta sem starfsleyfi hverrar laugar kveður á um.

Fundu ellefu kíló af amfetamíni við húsleit

Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 25. maí vegna umfangsmikils máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi. Lagt var hald á ellefu kíló af amfetamíni og búnað sem talinn er hafa verið notaður við framleiðslu efnisins.

200 mega koma saman 25. maí

Sóttvarnalæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstu dögum að fjöldamörk samkomubanns verði miðuð við 200 manns frá og með 25. maí,

Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur

Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag.

Eitt nýtt smit í gær

Í fyrsta skipti í sex daga greindist nýtt smit kórónuveiru hér á landi.

Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja

Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram.

Sjá næstu 50 fréttir