Fleiri fréttir

Ótvíræður árangur af landamæraskimun

Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega.

Botnlanginn fjarlægður úr Víði

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, gekkst undir botnlangauppskurð á mánudag eftir að einkenni í kviðarholi sem hann byrjaði að finna fyrir í hálendisferð í síðustu viku fóru versnandi.

Selja síma og tölvur sem aldrei berast

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur fjársvikamál þar sem fólk telur sig hafa keypt raftæki af sölusíðum á netinu en fær þau aldrei send.

Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman

Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var.

Telur njósnamálið í Danmörku snerta Íslendinga beint

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum.

Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum

Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld.

Kveður Ís­land og heldur til Pretóríu

Håkan Juholt, sem gegnt hefur starfi sendiherra Svíþjóðar á Íslandi síðustu ár, vann sinn síðasta vinnudag í sendiráðinu í vikunni og hefur nú yfirgefið landið. Hann mun nú taka við starfi sendiherra Svíþjóðar í Suður-Afríku.

Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi.

Fjögur ný innan­lands­smit

Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví.

Tveir smitaðir á Ísafirði, tólf í sóttkví

Tólf manns hafa verið settir í sóttkví eftir að tvö ný kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir að unnið sé að smitrakningu með sýnatökum og mótefnamælingum.

Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert

Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi.

Harma að gerðardómur hafi ekki leiðrétt launin

Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Skýrsla um dánaraðstoð lögð fram á Alþingi

Í skýrslunni er m.a. fjallað um þróun lagaramma í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð, um tíðni, ástæður og skilyrði dánaraðstoðar í þeim löndum og hver reynslan hefur verið.

Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið.

Viðvaranirnar orðnar appelsínugular

Spáð er vaxandi norðanátt á morgun með rigningu á N- og A-verðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla um kvöldið. Færð getur því spillst á fjallvegum annað kvöld. Gul viðvörun sem var í gildi fyrir Norðurland eystra og Austurland að Glettingi er orðin appelsínugul.

Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti

Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fimm greindust innan­lands

Alls greindust fimm með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn, annan daginn í röð.

Sjá næstu 50 fréttir