Fleiri fréttir

Sam­ræma þjónustu fyrir flótta­fólk sem kemur til landsins

Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn.

Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni

Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. 

Útinám vinsælt á Laugarvatni

Mikil ánægja er með útinám, sem Bláskógaskóli á Laugarvatni er með fyrir nemendur sína. 74 börn eru í skólanum og starfsmennirnir eru um 20.

Einn greindist innan­lands

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 

109 þúsund fjár slátrað á Selfossi

Haustslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfoss hófst í dag en reiknað er með að slátra um 109 þúsund fjár á næstu tveimur mánuðum í sláturtíðinni.

Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara

Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða.

Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast

Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð rætast með mistökum við skimanir hjá félaginu. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“

Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant.

Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir

Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum.

Sex greindust með smit innan­lands

Þrír greindust á landamærunum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tveimur tilvikum, en sá þriðji var með mótefni.

Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi

Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands.

Fólk veikara en áður þegar það leitar sér aðstoðar

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ákveðnar vísbendingar um breytingar á fjölda þeirra sem greinast með krabbamein. Hann hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjá næstu 50 fréttir