Fleiri fréttir

Vill skipta yfir í ódýrari hraðpróf við landamærin

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, talaði fyrir einfaldari skimun fyrir Covid-19 við landamærin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún vill hætta að skima fólk að lokinni sóttkví við komuna til landsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa kallar eftir því að fólk fái áfallahjálp í kjölfar hópsýkingarinnar í skólanum. Rætt verður við formanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2, í gegnum fjarfundarbúnað, þar sem hún er stödd á farsóttarhúsi ásamt barni sínu sem greindist með covid-19.

Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa

„Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa.

Lilja Rafney tapar oddvitasætinu

Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann felldi þar með fyrrverandi oddvita og eina þingmann VG í kjördæminu, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. 

Bjartsýn á að ná að aflétta samkomutakmörkunum í sumar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að 75 prósent þjóðarinnar verði bólusett fyrir lok júní og að í framhaldinu verði hægt að létta á öllum samkomutakmörkunum. Ríflega 25 þúsund manns verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku.

Tekist á um sóttvarnaaðgerðir í Víglínunni

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna í baráttunni gegn covid 19 veirunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Víglínunni í dag. Þá takast þær Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Inga Sæland formaður Flokks fólksins á um ólík sjónarmið í baráttuni í þættinum.

„Íslensk stjórnvöld hafa engan skilning á þessu“

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera sannfærandi. Á sama tíma gefi ný stefna Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum tilefni til bjartsýni.

Á­ætlar að nýja skiltið kosti tíu til tólf milljónir: „Við erum voða­lega stolt af þessu“

Þeir sem leið hafa átt um Hellisheiði nýlega hafa eflaust orðið varir við nýtt gríðarstórt skilti sem þar hefur verið sett upp með nafni sveitarfélagsins Ölfus. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, kveðst afar stoltur af skiltinu og segist nær eingöngu hafa skynjað jákvæð viðbrögð. Hann áætlar að kostnaður vegna skiltisins nemi á bilinu tíu til tólf milljónum.

Sprautur og tölvuleikir í Laugardalshöll

Metvika verður í bólusetningum þessa vikuna þegar allt að níu þúsund manns fá sprautu á einum degi. Á sama tíma er von á ríflega sjö hundruð tölvuleikjaspilurum í Laugardalshöllina.

Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Tvö útköll vegna elds í bifreið

Töluvert annríki var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Alls sinnti slökkviliðið sex útköllum á dælubíl, meðal annars vegna vatnstjóns og í tvígang var slökkvilið kallað til vegna brennandi bifreiða.

Gestir máttu ekki sitja fyrir utan veitinga­staðinn

Eftirlit var haft með veitingastöðum í Reykjavík í gærkvöldi af lögreglu og skrifaði lögregla eina skýrslu vegna brots á sóttvarnalögum. Fram kemur í dagbók lögreglu að á veitingastaðnum hafi gestir setið við borð fyrir utan veitingahúsið og hafi þeir neytt áfengis á staðnum sem veitingastaðurinn hafði ekki leyfi fyrir.

Eldur í bíl í Grjóthálsi

Eldur kviknaði í vélarrúmi fólksbíls á þvottaplani í Grjóthálsi í Reykjavík á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn var kyrrstæður og að sögn slökkvilðsins mun þetta hafa orsakast af tæknilegri bilun.

Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði

Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli.

Abba-æði í Keflavík

Abba-æði hefur gripið um sig hjá nemendum Heiðarskóla í Keflavík því þau hafa verið að æfa söngleikinn Mamma Mia og frumsýndu hann á árshátíð skólans. Söngleikurinn verður sýndur fyrir almenning um leið og sóttvarnaryfirvöld leyfa.

Utan sóttkvíar en samt í hálfgerðri sóttkví

Sautján smit greindust innanlands í gær og eitt þeirra var sagt hafa verið utan sóttkvíar. Jóhann Björn Skúlason, sem stýrir smitrakningarteymi almannnavarna, segir þó að smitið sem skráð var utan sóttkvíar hafi í raun verið í „hálfgerðri sóttkví.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sautján greindust með kórónuveiruna í gær og var einn utan sóttkvíar. Flestir eru tengdir fyrri hópsýkingum, þar á meðal leikskólanum Jörfa þar sem 65-75 hafa greinst með covid. Það eru starfsmenn, börn og fjölskyldumeðlimir.

Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert

Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann.

„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“

Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni.

Mest á­nægja með Katrínu en Ás­mundur há­stökkvarinn milli kannana

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist enn vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýtur hve minnstra vinsælda samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er hástökkvarinn milli kannana en ánægja með störf hans hefur aukist hvað mest frá því í fyrra.

Elva Hrönn vill annað sæti á lista VG í Reykjavík

Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, er í hópi þeirra sem sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Elva Hrönn er 37 ára, frá Akureyri en hefur búið í Reykjavík síðastliðin tólf ár. Þetta kemur fram í tilkynningu um framboð Elvu Hrannar.

Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir

Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sautján greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn eru flestir sem greinast smitaðir tengdir hópsýkingum og þá sérstaklega þeirri sem kom upp í leikskólanum Jörfa.

Hótaði pyntingum ef hún hlýddi ekki

„Hann hótaði að raka af mér hárið, hótaði að brjóta í mér tennurnar og hótaði því að pynta mig, þannig að ég myndi alltaf sjá eftir því að setja honum þessi mörk,” segir Aníta Runólfsdóttir, tveggja barna móðir, sjúkraliði og félagsráðgjafanemi, sem varð fyrir alvarlegum ofsóknum og ofbeldi af hendi manns sem hún hafði átt í stuttu sambandi við.

Viðbúið að gas berist yfir byggð á Reykjanesskaga í dag

Viðbúið er að gasmengun frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall muni leggja yfir byggð á norðvestanverðum Reykjanesskaga í dag. Í nótt snýst vindur fyrst til suðvesturs og síðan norðvesturs og dreifist gasmengun þá til austurs í fyrstu og gæti náð til höfuðborgarsvæðisins í fyrramálið.

Átti að vera í sóttkví en hundsaði öll fyrirmæli

Lögregla kannaði ástand veitingastaða í miðborg Reykjavíkur í gær með tilliti til sóttvarna og þess hvort gestir væru skráðir samkvæmt reglum. Víðast hvar var reglum um sóttvarnir og skráningu gesta fullnægt en fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mætti fara.

Með mikla á­verka eftir hand­töku í Hafnar­firði

Niðurstaða héraðssaksóknara í máli lögreglumanns, sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku, verður kærð til ríkissaksóknara. Gögn málsins sýna mikla áverka á hinum handtekna. Lögmanni hans blöskrar niðurstaða héraðssaksóknara.

90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu

Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum.

Sjá næstu 50 fréttir