Fleiri fréttir

Reyndu að taka refinn og koma honum í Hús­dýra­garðinn

Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni.

Jörð nötrar á suðvesturhorninu

Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 

Hvalreki á Álftanesi

Hval hefur rekið á land á Álftanesi og liggur hræið nú í fjöru. Lögreglu var tilkynnt um dýrið seint í dag og verður það skoðað nánar í fyrramálið. 

Al­var­legasti mis­brestur í lýð­veldis­sögunni

Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður.

Lést nokkrum dögum eftir hafa fengið röng lyf

Kona sem lést á Landakoti síðastliðinn fimmtudag hafði nýlega fengið ranga lyfjagjöf. Landspítalinn segir um mannleg mistök að ræða og telur ekki að orsakasamhengi sé þarna á milli.

Debbie Harry var lengi á leiðinni til Íslands

Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry segir lengi hafa staðið til að koma til Íslands og langar að halda tónleika hér á næsta ári. Í þetta skipti er hún hins vegar komin vegna sýningar stuttmyndar um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Blondie til Kúbu á RIFF kvikmyndahátíðinni.

Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg

Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur.

Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga

Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert.

Hrinan við Keili minni á að­draganda gossins við Fagra­dals­fjall

Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir enn hægt að koma í veg fyrir að kosningarnar fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur.

Svona virka innsigli á kjörkössum

Inn­sigli á kjör­kössum hafa verið til mikillar um­ræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi, viður­kenndi í sam­tali við Vísi síðasta sunnu­dag að hann hefði ekki inn­siglað at­kvæði í kjör­dæminu eftir fyrstu talningu.

Of­beldis­maður sem hótaði að hringja inn sprengju­hótun færi kærasta hans í flug á sér engar máls­bætur

Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda.

Síma­sam­bands­leysi frestar ölvunar­aksturs­máli rútu­bíl­stjóra

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að fresta beri meðferð máls rútubílstjóra sem ákærður var fyrir ölvunarakstur. Frestunin er tilkomin vegna þess að erfiðlega hefur reynst að ná símasambandi við lykilvitni sem starfar sem fjallaleiðsögumaður.

Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri

Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð.

Úthluta þingsætum á föstudaginn

Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar.

Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs

Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en ákveðið hefur verið að greiðslubyrði húsnæðislána megi ekki vera meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum heimilisins.

Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum

Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið.

22 greindust með kórónu­veiruna í gær

22 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Svikahrappar tæmdu kort Halldóru á tíu mínútum

Það var heldur óskemmtilegt fyrir Halldóru Björg Haraldsdóttir að líta á heimabankann sinn í vikunni. Óþekktir og óprúttnir aðilar höfðu látið greipar sópa um bankareikning hennar og eytt um 130 þúsund krónur hjá veðmálafyrirtækinu Betsson á innan við tíu mínútum. Hún segist ekki hafa hugmynd um hvernig þrjótarnir komust yfir reikningsupplýsingar hennar.

„Ger­sam­lega ó­leysan­legur stjórn­skipu­legur vandi“

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút.

Ó­vissu­stigi vegna ó­veðursins af­létt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum.

Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði

Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi.

„Eins harka­legt brot á kosninga­lög­gjöfinni og hægt er“

Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu.

Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví

Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum.

Eldur í íbúðablokk við Háaleitisbraut

Tilkynning barst um eldsvoða í íbúðablokk við Háaleitisbraut í Reykjavík um klukkan sjö í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að eldur hafi kviknað í þvottahúsi út frá þurrkara.

Búið að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki

Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem voru settar á vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Skoðun sérfræðinga eftir að veður gekk niður leiddi í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju.

Bjarni telur eðlilegt að stokka upp ráðuneyti nái flokkarnir saman

Formaður Sjálfstæðisflokksins telur líklegt að stokkað verði upp í ráðuneytum milliflokka ef stjórnarflokkunum tekst að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. Formenn flokkanna gefa sér fram yfir helgi til að kanna grundvöll til áframhaldandi samstarfs og ræða ekki við aðra á meðan.

Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn

Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Björgunarsveitir og lögregla hafa haft í nógu að snúast í bandvitlausu veðri sem hefur gengið yfir landið í dag. Hópferðabílar hafa fokið út af vegum, rafmagnslínur slegið út og krapastíflur myndast.

Sjá næstu 50 fréttir