Fleiri fréttir

Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smá­sjá

Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 

Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits

Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina.

Lækna-Tómas hund­skammar Ás­laugu Örnu og Þór­dísi Kol­brúnu

„Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“

Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu

Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 

Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum

Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum.

„Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um“

Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 

Hundrað smitaðir eftir villi­bráðar­kvöld í Garða­bæ

Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum ræðum við um fjölgun kórónuveirusmita innanlands en í gær féll enn eitt metið, þriðja daginn í röð.

Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands

Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu.

Tvö hundruð greindust innan­lands

Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 

Upp­sögn starfs­manns Mennta­mála­stofnunar dæmd ó­lög­mæt

Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög.

Hafa beint því til grunn­skóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"

Um­boðs­maður Al­þingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsis­sviptingu barna í grunn­skólum séu flóknari og víð­tækari en al­mennt hafi verið talið. Mennta­mála­ráð­herra segir að af­staða ráðu­neytisins sé skýr; það sé ó­lög­legt að vera með sér­stök her­bergi í grunn­skólum þar sem nem­endur séu læstir inni.

Ein öruggasta leiðin til að fara út, koma saman og lifa lífinu

„Það er ekki hægt að setja allar samkomur undir einn hatt. Það að fólk sé að hittast við alls konar aðstæður, í alls konar ástandi, þar sem er engin gæsla eða eftirlit, það er allt annað en tónleikar þar sem við erum með leyfi frá lögreglu, slökkviliðinu, heilbrigðisyfirvöldum og bæjaryfirvöldum.“

Starfs­menn kalla eftir af­sögn Arnórs

Starfs­menn Mennta­mála­stofnunar sendu frá sér á­lyktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir af­sögn for­stjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfs­manna sem greiddu at­kvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu á­lyktunina.

„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum.

Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku.

Sjaldan jafn slæm staða og nú í farsóttarhúsunum

Staðan hefur sjaldan verið eins slæm og hún er núna í farsóttarhúsunum en forstöðumaður þeirra segir að svo virðist sem staðan eigi enn eftir að versna. Hundrað og þrjátíu manns dvelja nú í þremur farsóttarhúsum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Einn lést og annar slasaðist alvarlega þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól skullu saman á hjólastíg í Reykjavík í morgun. Lögregla segist lengi hafa óttast að svo alvarlegt slys kynni að verða í ljósi sívaxandi vinsælda rafmagnshlaupahjóla, sem sum fari langt yfir leyfilegan hámarkshraða.

Konan fannst látin í sjónum

Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður.

Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi

Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva.

Jóhanna Sigurðar­dóttir hlaut braut­ryðj­enda­verð­launin

Jóhanna Sigurðar­dóttir, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra, hlaut í dag braut­ryðj­enda­verð­launin á Heims­þingi kven­leið­toga í Hörpu. Verð­launin, sem eru nefnd Tra­il­blazer Award, voru af­hent við há­tíð­lega at­höfn en þau eru veitt kven­þjóðar­leið­togum sem eru taldir hafa skarað fram úr og rutt brautina fyrir komandi kyn­slóðir í jafn­réttis­málum.

Sjá næstu 50 fréttir