Fleiri fréttir

Búin að bíða í ofvæni eftir þriðju sprautunni

Vonast er til að 120 þúsund manns fái örvunarbólusetningu í Laugardalshöll á næstu fjórum vikum en sóttvarnalæknir bindur miklar vonir við bólusetningarátakið. Engan bilbug var að finna á þeim sem fengu þriðja skammtinn í Höllinni í dag.

Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað.

Reiknar með að þing komi saman í næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barn, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans segja verulega vankanta vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og krefjast þess að honum verði tafarlaust lokað. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi af öllum toga gagnvart sinni nánustu

Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi yfir fimm ára tímabili gegn þáverandi unnustu sinni og eiginkonu. Um er að ræða ítrekuð kynferðisbrot, fjölda líkamsárása og stórfelldar ærumeiðingar sömuleiðis. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fyrra smit í­gildi einnar sprautu

Þeir sem hafa fengið bæði tvo skammta bóluefnis og Covid-19 munu ekki fá örvunarskammt að svo stöddu. Þetta sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir í Reykjavík síðdegis.

Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll

Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg

Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir.

Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel

Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun.

Ekki hvarflað að Gunnari Smára að fara í borgina

Gunnar Smári Egils­son, stofnandi Sósíal­ista­flokksins, reiknar ekki með að gefa kost á sér í sveitar­stjórnar­kosningunum næsta vor. Það skýrist eftir ára­mót hvort flokkurinn bjóði fram í fleiri sveitar­fé­lögum en Reykja­vík.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna á faraldrinum og þá heyrum við í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en bólusetningaherferð er nú hafin í Laugardalshöll.

152 greindust innan­lands

152 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 71 af þeim 152 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 73 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 22 liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19 smits og fjölgar um fimm milli daga.

Segir Ís­land hafa skilað auðu á lofts­lags­ráð­stefnunni

Ísland skilaði auðu á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þarf að gera mun betur í loftslagsmálum. Þetta segir formaður Landverndar sem varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu ráðstefnunnar þó ljósir punktar finnist í samningsdrögunum.

Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna

„Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“

Bólu­setningar hefjast aftur í Laugar­dals­höll í dag

Bólusetningarátak hefst í Laugardalshöll í dag og mun fyrsti hluti átaksins standa í fjórar vikur, eða til 8. desember. Bólusett verður frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og á meðan verður ekki bólusett á Suðurlandsbraut.

Þrettán ára drengur sleginn með barefli í höfuðið

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi um líkamsárás og ránstilraun í Kópavogi. Þrettán ára drengur var sleginn í höfuðið með barefli, þegar par veittist að honum og krafði hann um allt sem hann var með á sér.

Séð um bleiu­skipti þrátt fyrir meint kyn­ferðis­brot gegn barni

Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög.

Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi

Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni

Ökumaður fannst látinn í bifreið skammt frá Látravatni við Patreksfjörð á ellefta tímanum í morgun. Vegfarandi kom að bifreiðinni sem hafði oltið út af Örlygshafnarvegi. Ökumaðurinn var einsamall í bílnum. 

Fækkar milli daga en tveir komnir í öndunar­vél

Í dag liggja sautján á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fækkað um tvo milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Enginn þurfti á öndunarvélastuðning að halda í gær.

„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana”

Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu.

Salmonellu-hóp­smit í septem­ber

Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni.

„Þau ráða stemningunni rosalega mikið“

Framkvæmdastjóri viðburðasviðs hjá Senu segir áríðandi að heilbrigðirsáðherra og sóttvarnayfirvöld gefi það út að öruggt sé fyrir fólk að mæta á skipulagða viðburði. Hann segist skynja skrítna stemningur í samfélaginu sem sé til komin vegna orðræðu heilbrigðisyfirvalda. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Umhverfisráðherra segir niðurstöðuna í nýjum loftlagssamningi viss vonbrigði en fagnar að dregið verði úr kolanotkun. Rætt verður við Guðmund Inga í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Alls greindust 139 smitaðir í gær

139 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær, laugardag. Þar af greindust þrír á landamærunum. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir um helgi.

Skjálfti upp á 3,4 í Vatnafjöllum í gærkvöldi

Ekkert lát er á skjálftavirkni í Vatnafjöllum suður af Heklu, en skjálfti af stærðinni 5,2 varð klukkan 23.23 í gærkvöldi. Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir á svæðinu síðastliðinn fimmtudag. 

Fámennt í miðbæ Reykjavíkur

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í örfá útköll vegna hávaða en lítið af af fólki var í miðbæ Reykjavíkur.

„Auð­vitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 

Fóstur­­for­eldrar segja til­færslu mál­efna fatlaðra hafa verið mikil mis­tök

Fósturforeldrar á Selfossi segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo tvítuga stráka í fóstri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi eða á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö í kvöld segjum við frá alvarlegri hnífaárás sem var við Hagkaup í Garðabæ í gær. Lögreglan segir að ofbeldisglæpum sem þessum fari fjölgandi og séu alvarlegri en áður.

Tak­markanir dragi úr miklu á­lagi á lög­reglu

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Lögreglan telur samt sem áður að draga muni úr álagi á lögreglumenn með breyttum opnunartíma skemmtistaða.

Sjá næstu 50 fréttir