Fleiri fréttir

Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax

Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ill meðferð á hrossum, geðheilbrigðismál, franskar kartöflur og kjarnorkueftirlit í Úkraínu verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Eva bjargar átta ára snáða úr ógöngum

Frásögn af átta ára dreng sem var kominn illilega af leið í strætisvagni í vikunni hefur vakið nokkra athygli víða á samfélagsmiðlum. Drengurinn er búsettur í Mosfellsbæ en var óvænt kominn í Grafarvog og vissi ekki almennilega hvað var að gerast. Eva Najaaraq Kristinsdóttir, 17 ára nemi við Fjölbrautarskólann í Ármúla, tók málin í sínar hendur.

Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi

Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 

Ólafur settur for­stjóri Skipu­lags­stofnunar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur sett Ólaf Árnason, forstöðumann nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun, í embætti forstjóra stofnunarinnar frá 1. september til 31. desember 2022.

Stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa unnið að undirbúningsvinnu fyrir komandi kjarasamningalotu á fundum þjóðhagsráðs, sem hafi verið töluvert margir á þessu ári og því síðasta.

Talinn hafa ekið á 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af

Ökumaður bifreiðar, sem lögregla gerði tilraun til að stöðva fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði í nótt, er talinn hafa ekið á allt að 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, jók hraðann og stakk af inn í Hafnarfjörð, þar sem hann svo yfirgaf bílinn og hljóp á brott. Lögregla lagði hald á bílinn fyrir rannsókn málsins.

Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur

Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur.

Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta

Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári.

Ekki í vafa um eftir­minni­legasta daginn

Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum.

Snör handtök og fljótir fætur vegna leiðtogafundar

Íslendingar þurftu að hafa snör handtök og fljóta fætur þegar embætti forseta Bandaríkjanna óskaði eftir því að leiðtogafundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs yrði haldinn á Íslandi innan örfárra daga. Atburður af þessari stærðargráðu hafði þá aldrei átt sér stað á Íslandi áður.

Flótta­fólki komið fyrir í Hafnar­firði án sam­ráðs

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“

Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni.

„Við erum að fara niður“

Búið er að ná Ford F-150 jeppa sem að fór í gegnum ísbreiðuna á Norður-Íshafinu í miðjum jeppaleiðangri í mars síðastliðnum á þurrt land.  Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks kom bæði að jeppaleiðangrinum í mars sem og björgunaraðgerðum núna í ágúst.

Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum

Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra.

Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla

Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu.

Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev

Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skotárásin á Blönduósi, leikskólamál, umboðsmaður Alþingis og Mikhail Gorbachev verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli

Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið.

Ekki af baki dottin þótt meiri­hlutinn hafi rifið upp ræturnar

Hópur hjólhýsaeigenda við hjólhýsabyggðina við Laugarvatn virðist ekki af baki dottinn þrátt fyrir kröfu sveitarfélagsins um að hjólhýsi og tengd mannvirki verði fjarlægð. Hópurinn hefur fengið lögmann í málið og búið er að senda inn stjórnsýslukæru til innviðaráðuneytisins. Um sextíu hýsi af um tvöhundruð eru eftir.

Feðgarnir með stöðu sakbornings

Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni.

Forn­leifa­fræðingar og þjóð­fræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju

Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi.

Segja stjórn­endur Bakka hafa fælt for­eldra frá í mörg ár

Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun.

Segir sjálf­stæðis­menn lýsa yfir stríði við máva

Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana.

Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu.

Blaða­mennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu

Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins.

„Vont að þessi nýja ógn sé til staðar“

Aldrei hafa fleiri leitað til Stígamóta í fyrsta sinn en á síðasta ári og hátt í þriðjungur þeirra hafði orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Óvenju hátt hlutfall gerenda var aðeins 14 til 17 ára þegar brotin voru framin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fara þurfi í átak vegna aukins ofbeldis meðal barna

Barnamálaráðherra segir að fara þurfi í sérstakt átak til að kveða niður þá ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir meðal íslenskra barna og ungmenna. Til standi að koma á fót stýrihópi sem muni skoða ofbeldismál barna og meta hvað skal gera.

Bíll ömmunnar leiddi lögreglu á slóð byssumanna

Tveir ungir karlmenn sem grunaðir eru um skotárás við á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar skutu karlmann í lærið og konu í kviðinn. Konan var fyrrverandi kærasta annars hinna grunuðu.

Neitar sök í Barðavogsmálinu

Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið.

Sjá næstu 50 fréttir