Fleiri fréttir

Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“

Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð.

Ó­vænt stödd í miðri þjóðar­sorg

„Það er svakalega löng röð af fólki með blóm: Sólblóm og hvítar rósir. Það stendur í marga klukkutíma í röð til að fá að leggja blómin sín upp að hallarveggnum,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir sem er stödd fyrir utan Buckingham höll í Lundúnum þegar blaðamaður nær af henni tali.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Andlát Elísabetar Bretadrottningar, aðsetur sýslumanns Íslands og umspil um sæti á HM verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

„Þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það“

Kona sem flúði Bosníustríðið ásamt fjölskyldu sinni til Íslands fyrir tuttugu og sex árum sér nú um að taka á móti mesta straumi flóttafólks til Reykjavíkur frá upphafi. Hún segir flóttafólk afar ánægt með að geta hitt Íslendinga á félagsmiðstöðvum borgarinnar.

Grípa til mjög sérstakrar aðgerðar vegna fækkunar í íþróttafélaginu

Vogar á Vatnsleysuströnd voru heimsóttir í Íslandi í dag, þar sem menn hafa hleypt af stokk átaki sem hefur vakið nokkra athygli. Í „ástarmánuði“ Þróttar í Vogum eru íbúar hvattir til að leggja sitt af mörkum svo börnum fjölgi á ný í bæjarfélaginu. Allt um málið í innslaginu hér að ofan.

Heilu hraukarnir af ólesnum dagblöðum fara beint í ruslið

Reglulega má sjá kvartanir í hinum ýmsu hverfishópum á Facebook, þess efnis að dagblöðin hafi ekki borist. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslið.

Reyndi að komast um borð í skemmti­ferða­skip

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um ölvaðan mann sem var til vandræða við Skarfabakka í Reykjavík, en maðurinn hafði reynt að komast um borð við skemmtiferðaskip sem þar lá við bryggju.

Stofnar ný samtök og vill fara að rótum fíknivandans

Ný notendasamtök hafa verið stofnuð hér á landi til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Formaður samtakanna segir að nú sé þeirra tími kominn en allir beri skaða af þegar jaðarsettir hópar fá ekki mannsæmandi meðferð. 

Píeta hafi bjargað fjöl­skyldunni eftir and­lát Gísla Rúnars: „Það þarf ein­hver að raða saman brotunum“

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir segir Píeta samtökin hafa bjargað fjölskyldu sinni eftir að leikarinn Gísli Rúnar Jónsson féll fyrir eigin hendi fyrir rúmum tveimur árum. Hún segir lífsnauðsynlegt að fólk viti af þeim úrræðum sem standa til boða. Formaður stjórnar Píeta samtakanna segir það markmiðið að vekja aftur von hjá fólki sem er ef til vill búið að missa hana. 

Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet önnur Bretlandsdrottning er látin, 96 ára að aldri. Heilsu drottninarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún var stödd í kastala sínum í Skotlandi þegar hún lést. Enginn hefur setið lengur á konungsstóli í Bretlandi en hún.

„Það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni“

Rusl, gamlar sprautur og tjöld heimilislausra eru algeng sjón þegar rölt er um Öskjuhlíðina. Hún hefur lengi verið eitt helsta afdrep heimilislausra sem komast ekki að í neyðarskýlum borgarinnar. Talsmaður skaðaminnkunarteymis Frú Ragnheiðar kallar eftir meira húsnæði fyrir hópinn. Framkvæmdastjóri hjá velferðarsviði borgarinnar segir húsnæðisvanda til staðar en að reynt sé eftir fremsta megni að bæta þjónustuna.

Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið að skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tveir létust. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því.

Hættu­stigi í Mera­dölum af­lýst

Hættustigi vegna eldgoss í Meradölum hefur verið aflýst sem og óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Virkni í gígunum hefur legið niðri í tæpar þrjár vikur.

„Íslenska ríkið er gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt“

Lina Elisabet Hallberg er Svíi sem ólst upp í Sviss en flutti til Íslands árið 2016. Lina starfar sem tannlæknir á Íslandi en þurfti á sínum tíma að minnka verulega við sig í starfi, þar sem hún vildi klára að læra íslensku. Eina leiðin sem hún mat færa var að fara beinlínis í háskólanám, þar sem aðra valkosti skorti.

Tveir hand­teknir vegna inn­brots

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt tvo einstaklinga vegna innbrots og þjófnaðar í hverfi 109 í Reykjavík.

FH-ingar furða sig á rán­­dýru Hauka­húsi

Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar eða FH, hefur sent bæjarfulltrúum í Hafnarfirði opið bréf þar sem hann gagnrýnir harðlega fyrirætlanir um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum, til handa Haukum. Hann segir framkvæmdina mun dýrari en þörf sé á og með henni sé verið að kasta háum fjárhæðum „út um gluggann.“

Næstum annar hver bátur henti fiski

Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. 

Mikill áhugi á nýju skipulagi við Kirkjusand

Unnið er að breytingum á deiliskipulagi fyrir Kirkjusandslóðina sem felur í sér að byggð verða fimm hús með um 220 íbúðum. Nágrannar hafa nokkrar áhyggjur af byggingarmagninu en skipuleggjendur segja áformin mun betri en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi.

Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund

Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði.

Sögurnar of margar til að rengja þær

Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Saka Lilju um metnaðar­leysi við ráðningu eftir­manns Hörpu

Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara.

„Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta“

Yfirleiðsögumaður í Eystri-Rangá segir að spænskur veiðimaður hafi líklega sloppið ágætlega miðað við aðstæður þegar löng veiðistöng hans rakst í háspennulínu. Karlmaðurinn, sem er vanur veiðimaður, er með brunasár víða á líkamanum.

Lífinu snúið á hvolf við krabba­meins­greiningu

Þau sem greinast með krabbamein sjá lífið í nýju ljósi og þurfa að fóta sig í nýjum veruleika. Þetta segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda en Ljósið hefur ýtt úr vör nýrri Ljósavinaherferð til að styðja við starfið.

Sjá næstu 50 fréttir