Fleiri fréttir

Málið sé yfir­grips­meira en nokkur bjóst við

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir stjórn flokksins harmi slegna og sorgmædda vegna frásagna kvenna innan flokksins sem lýst hafa lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. Mennirnir sem ásakanirnar beinast að ætla að fara fram á lögreglurannsókn á málinu. Inga fagnar því, og segir málið afar yfirgripsmikið.

Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu

Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi.

Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku

Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Við fylgjumst með setningu Alþingis í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bíl ekið inn á lóð Fífusala

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið.

Sögu­legt minni megi hvetja okkur til dáða

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi.

Vill sameina ASÍ að baki sér

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess.

Leggja til breytingu á nafni Sam­fylkingarinnar

Tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar munu leggja fram tillögu á komandi landsfundi Samfylkingarinnar í næsta mánuði sem felur í sér að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Þeir segja að tími sé kominn til að nafn flokksins vísi beint til stefnu hans.

Bein út­sending: Setning Al­þingis

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.

Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi

Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fjárlög, aðfararaðgerðir, heimilisofbeldi og ólga innan Flokks fólksins verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Hefur náð mögnuðum tökum á málinu á skömmum tíma

„Ég hef lært íslensku í þrjú ár. Nú á dögum er ég að læra meira af því að ég er í vinnu í grunnskóla, þar sem ég hef verið að tala við krakkana allan tímann,“ segir hinn kínverski Yi Hu, sem rætt var við í Íslandi í dag í síðustu viku.

Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar

Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna.

Kanna­bis­fnykur kom upp um ræktanda

Lögreglan fann í gær kannabisræktun í Hafnarfirði eftir að hafa fundið kannabislykt úr íbúðinni sem ræktað var í. Einnig fundust tilbúin efni þar og ræddi lögregla við einn mann sem grunaður er í málinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Kaup hluta­fjár eina leiðin í þröngri stöðu

Höfundi Hjallastefnunnar þykir afskaplega miður að félagið, sem rekur leik- og grunnskóla, hafi þurft að kaupa hlutafé fráfarandi framkvæmdastjóra félagsins með töluverðum hagnaði fyrir framkvæmdastjórann.

Tíma­móta­tré valið tré ársins

Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð.

„Gamaldags skattahækkun“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, gagnrýnir áform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum. Hann segir að reikna megi að verð á rafbílum hækki um 600.000 krónur til milljónar á bifreið á næsta ári. 

Fleiri til­kynningar ekki endi­lega merki um meira of­beldi

Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi.

Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla

Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér.

Sjá næstu 50 fréttir