Fleiri fréttir

Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk

"Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif.

Þynnka eykur hættuna á misnotkun

Þeir sem hafa tilhneigingu til að fá slæma timburmenn eins og til dæmis höfuðverk, þreytu, ógleði og uppköst eru í meiri hættu á að misnota áfengi en aðrir þegar til lengri tíma er litið. Þetta er niðurstaða könnunar dönsku lýðheilsustofnunarinnar sem byggir á úttekt á alþjóðlegum rannsóknum.

Macron kynnir frambjóðendur sína í dag

Um hádegisbil hyggst Emmanuel Macron kynna frambjóðendur flokks síns, Republique en Marche, til þings. Þingkosningar fara fram í Frakklandi eftur um mánuð.

Til í að heimsækja Norður-Kóreu

Moon Jae-in, nýr forseti Suður-Kóreu, hét því í gær í innsetningarávarpi sínu að bæta samskiptin við Norður-Kóreu. Þá sagðist hann jafnframt viljugur til þess að fara í opinbera heimsókn til nágrannans í norðri undir réttum kringumstæðum.

Hin ástralska Unnur Brá

Larissa Waters, ástralskur öldungadeildarþingmaður, fetaði í gær í fótspor Unnar Brár Konráðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hún var með nýfætt barn sitt á brjósti í þingsal.

Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft

Foreldri fái rétt á við ríkisborgara

Foreldri barna með ríkisborgararétt Evrópusambandsríkja eiga að njóta sömu réttinda og ríkisborgarar ríkja innan Evrópusambandsins. Þetta staðfesti dómur Evrópudómstólsins í gær í máli venesúelskrar konu sem á barn með hollenskan ríkisborgararétt.

Námskeið fyrir ungmenni með þunglyndi

Sex sveitarfélög í Danmörku hafa undanfarna mánuði efnt til námskeiða fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára þar sem kennt er að takast á við kvíða og þunglyndi. Áður hafði verið boðið upp á slík námskeið fyrir fullorðna í 51 sveitarfélagi með góðum árangri.

Laxalús ógnar enn fiskeldinu

Stærstu áskoranirnar í norsku fiskeldi varðandi umhverfismál eru enn laxalús og það að fiskur skuli sleppa úr kvíunum. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu hafrannsóknastofnunarinnar í Noregi um áhættuna í fiskeldi.

Stjórnin í Kósóvó er fallin

Meirihluti þingmanna í Kósóvó greiddu í morgun atkvæði með vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn forsætisráðherrans Isa Mustafa

Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur

James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum.

Sjá næstu 50 fréttir